Vínarklassík á norðurhjara
21.04.2013
Fréttir
Strengjakvartettinn Tígull ásamt Petreu Óskarsdóttur þverflautuleikara halda tónleika á Kaffi Smala Ytra Lóni næsta sunnudag, 21. apríl kl. 15:00.
Yfirskrift tónleikanna er Vínarklassík á norðurhjara.
Strengjakvartettinn Tígull ásamt Petreu Óskarsdóttur þverflautuleikara halda tónleika á Kaffi Smala Ytra Lóni næsta sunnudag, 21.
apríl kl. 15:00.
Yfirskrift tónleikanna er „Vínarklassík á norðurhjara“.
Tígulkvartettinn skipa Zsuzsanna Bitay fiðluleikari, Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Pawel Kolosowski víóluleikari og Ásdís Arnardóttir
sellóleikari.
Þau leika m.a. kvartett nr. 2 í G dúr eftir W. A. Mozart
og Kvartett nr. 1 í F dúr eftir L.v. Beethoven.
Einnig verður leikið Lundúnatríó eftir J. Haydn, og kannske fleira.
Miðaverð kr. 1.500,- frítt fyrir eldri borgara, öryrkja og fyrir námsfólk.
Kaffi Smali selur kaffi og með því á vægu verði og barinn verður opinn.
Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Eyþings