Fara í efni

Vinna hafin við gerð nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Fréttir

Sóknaráætlun
Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem mun taka gildi um áramót, en gildandi áætlun gildir út árið 2024.
Vilt þú hafa áhrif á nýja áætlun?

Vinnustofur
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vinnustofur, sem haldnar verða í öllum sveitarfélögum. Á Þórshöfn verður vinnustofa miðvikudaginn 11. september kl. 16-18 á veitingastaðnum Holtinu (Þórsveri) Skráning fer fram hér:
https://www.ssne.is/is/moya/formbuilder/index/index/vinnustofur-soknaraaetlunar

Á vinnustofunum verður fjallað um þrjá málaflokka Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2030: Atvinnulíf - Blómlegar byggðir - Umhverfismál. Á vinnustofunum verður safnað saman verkefnahugmyndum fyrir næsta fimm ára tímabil. Ef þú kemst ekki á vinnustofu vegna nýrrar Sóknaráætlunar en ert með verkefnahugmynd þá má deila henni hérna:
https://www.ssne.is/is/moya/formbuilder/index/index/verkefnasarpur-soknaraaetlunar