Fara í efni

Vinnudagur á Barnabóli

Fundur
Föstudaginn 20. júlí ætla foreldrar og aðrir velunnarar leikskólans að taka til hendinni og laga lóðina við skólann. Það er ýmislegt sem þarf að gera, jafna út og fylla uppí holur, færa til leiktæki,

Föstudaginn 20. júlí ætla foreldrar og aðrir velunnarar leikskólans að taka til hendinni og laga lóðina við skólann. Það er ýmislegt sem þarf að gera, jafna út og fylla uppí holur, færa til leiktæki, smíða, laga og mála. Ef vasklega gengur klárast verkið á föstudaginn, annars verður laugardagurinn notaður til að klára.

Georg Hollander listamaður leiðbeinir við gerð náttúrulegra leiktækja en hann hefur mikla reynslu af skipulagi náttúrulegra leiksvæða.

Við hvetjum þá sem vilja taka þátt í þessu skemmtilega verkefni til að mæta með góða skapið um hádegisbil, ömmur og afar, frænkur og frændur og aðra þá sem er annt um leikskólann okkar.  Þá eru einnig allir styrkir vel þegnir, hvort sem er í formi vinnuframlags, efnis eða annara gjaldmiðla.

Starfsfólk og foreldrar leikskólans