Fara í efni

Vinnufundur vegna Áfangastaðaáætlunar Norðurhjarasvæðisins

Fréttir

Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið, frá Tjörnesi til Bakkafjarðar. Verkefnið er áhersluverkefni SSNE sem Markaðsstofa Norðurlands leiðir.
Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Eftir töluverða greiningarvinnu í vetur eru komin drög að áætlun og er næsta skref að kynna drögin og fá punkta frá heimafólki og hvernig við sem samfélag sjáum fyrir okkur þróun í ferðamennsku, hvernig við viljum sjá áherslurnar og hvaða aðgerða er þörf á að grípa til.

Þessi vinna verður nýtt til að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir svæðið. Að lokum verður unnin aðgerðaáætlun til framtíðar byggð á framangreindri vinnu.

Vinnufundur verður haldinn á Teams, miðvikudaginn 9.október kl.15:00-17:00 og er opinn öllum íbúum á svæðinu.Fundurinn er opinn öllum sem vilja hafa áhrif en nauðsynlegt er að skrá sig á eftirfarandi vefsvæði:

https://www.northiceland.is/is/mn/verkefni/afangastadaaaetlun-nordurhjara?fbclid=IwY2xjawFqKPRleHRuA2FlbQIxMAABHdqq52Cvw7QNqS9GrqzCn5I2ENaaSo_NW_COaRFVck9lAkyTINrYjt3LvA_aem_47fjN8B2luYRHj68cMUe8A