Vinnuskólinn sumarið 2025
20.03.2025
Fréttir
Við höfum opnað fyrir umsóknir í Vinnuskóla Langanesbyggðar sumarið 2025.
Upplýsingar um starfstíma, laun og reglur Vinnuskólans má nálgast hér.
Einnig veitir Þorri Friðriksson nánari upplýsingar í síma: 846-4022.
Umsóknum má skila á skrifstofu sveitarfélagsins eða á netfangið langanesbyggd@langanesbyggd.is
Umsóknarfrestur til og með 30.maí n.k.