Fara í efni

Völundarhús plastins – á ferð

Fréttir
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
Jonna – Jónborg Sigurðardóttir
Sýning laugardaginn 17. september frá 13.00-17.00 í Grunnskólanum á Bakkafirði

Undanfarin ár hefur Jonna– Jónborg Sigurðardóttir (f.1966) unnið ýmis verk innblásin af ofneyslu og sóun.  Hún vill vekja athygli á að hver manneskja getur lagt sitt af mörkunum í umhverfismálum, svo sem með endurnýtingu og notkun fjölnota innkaupapoka. Völundarhús plastins er innsetning sem á að gera áhorfendur meðvitaða um umhverfisáhrif plastnotkunar.

Síðstu tvo daga hefur Jonna unnið að listsköpun með nemendum Grunnskólans á Bakkafirði.  Nemendur hafa unnið og skapað fugla úr endurvinnanlegu plasti ,,rusli“. 

Jonna setur upp sýningu á verki sínu Völundarhús plastins á ferð í sal Grunnskólans á Bakkafirði þar verða  einnig fuglar nemenda til sýnis. Verkefnið hlaut styrk Uppbyggingarsjóðs Eyþings.

Sýningin verður laugardaginn 17. september frá 13.00-17.00.  Viljum við hvetja alla til þess að koma. 

Jonna útskrifaðist úr fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri vorið 1995 og sem fatahönnuður frá Kopenhavns Mode – og Designskole 2011.  Myndlist hennar spannar vítt svið, allt frá málverki til innsetninga.  Hún hefur verið mjög virk í listalífinu á Akureyri síðstu árin, haldið einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og staðið fyrir uppákomum.