Fara í efni

Vopni fær afhent símahús á Smjörvatnasheiði til umsjónar

Tónleikar
Í gær var skrifað undir umsjónarsamning fyrir símahúsið á Smjörvatnsheiði en Björgunarsveitin Vopni kemur til með að hafa umsjón með húsinu næstu árin og mun t.d  nota það sem neyðarskýli.Í húsin

Í gær var skrifað undir umsjónarsamning fyrir símahúsið á Smjörvatnsheiði en Björgunarsveitin Vopni kemur til með að hafa umsjón með húsinu næstu árin og mun t.d  nota það sem neyðarskýli.
Í húsinu er gistipláss fyrir 12 manns og er það allt hið vistlegasta. Þó svo að húsið eigi að nýtast sem neyðarskýli þá verður almenningi heimilt að nota húsið að öðru leyti svo lengi sem umgengin verður góð. Fljótlega verður farið í að búa húsið því helsta sem þar þarf að vera og verður gamla skýlið væntanlega flutt niður af heiðinni í vetur. Þess má geta að fyrir utan nýja húsið má stundum ná gsm sambandi en neyðartalstöð verður sett þarna upp fyrir veturinn.

bjsv.Vopni