Fara í efni

Vorferð eldri borgara á Þórshöfn og Þistilfirði

Íþróttir
Vorferð eldri borgara á Þórshöfn og Þistilfirði var farin miðvikudaginn 28-05-08. Eldri borgarar á Raufarhöfn voru að ljúka vetrarstarfinu og buðu okkur "nágrönnunum í austri" til veislu og sérlega án

Vorferð eldri borgara á Þórshöfn og Þistilfirði var farin miðvikudaginn 28-05-08.

Eldri borgarar á Raufarhöfn voru að ljúka vetrarstarfinu og buðu okkur "nágrönnunum í austri" til veislu og sérlega ánægjulegrar samverustundar í sól og 22 stiga hita.

Linda Pehrsson iðjuþjálfi hristi hópinn saman með léttum leikfimiæfingum.  

Presthjónin á Skinnastað í Öxarfirði komu í heimsókn ásamt ungum sonum þeirra og voru með  skemmtilegan upplestur.

Að afloknu kaffisamsæti var slegið upp balli á sólpallinum í Vík og dansinn stiginn við frábæran harmonikkuleik þeirra Jóns og Óla frá Þórshöfn.

Þær voru léttstígar síungu dömurnar frá Þórshöfn og Raufarhöfn þar sem þær svifu um í dansinum!  

Þessu næst var komið við í "Gallery Ljósfang" og glæsilegir listmunir þeirra Raufarhafnarkvenna skoðaðir.

Endað var á að skoða Heimskautsgerðið  sem verið er að koma upp á Raufarhöfn.

Allir komu svo sælir og glaðir heim að aflokinni þessari skemmtiferð.

Myndir Bjarnveig Skaftfeld