"Vorið kemur heimur hlýnar" er ljósmyndasýning með verkum Sóleyjar Vífilsdóttur.
17.07.2024
Fréttir
Sóley hafði í hyggju síðasta sumar að halda eigin ljósmyndasýningu og var búin að ákveða þetta nafn, "Vorið kemur heimur hlýnar." Því miður varð ekkert úr því og viljum við nú halda þessa sýningu í hennar minningu.
Opnunarteiti verður fimmtudaginn 18. júlí frá 17.00 til 19.00, léttar veitingar í boði. Sýningin verður á Holtinu, í Þórsveri og verður opin yfir Bryggjudaga.