Ytra-Lón hlýtur viðurkenningu Atvinnu-, ferða- og menningarmála nefndar
Á dögunum veitti Atvinnu-, ferða- og menningarmálanefnd Langanesbyggðar viðurkenningu fyrir árið 2013. Það var farfuglaheimilið að Ytra-Lóni sem fékk viðurkenningu nefndarinnar fyrir vel heppnaða uppbyggingu í ferðaþjónustu sem og framlag til menningarmála. Það eru hjónin Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller sem reka farfuglaheimilið ásamt sauðfjárbúskap. Á undanförnum árum hafa þau fjölgað gistirýmum umtalsvert með tilkomu íbúðargáma sem þjóna einnig hlutverki Kaffi Smala, en þar eru oft mismunandi menningarviðburðir. Það var Karen Rut Konráðsdóttir formaður nefndarinnar sem veitti Mirjam viðurkenninguna.
Það er mjög heimilislegt á Ytra-Lóni og fallegt handverk má meðal annars sjá á eldhússtólunum, sem og frumlegum mósaík flísum í eldhúsinu
Heimasíðan þeirra er http://www.visitlanganes.com/ og einnig má finna þau á facebook. /GBJ