Fara í efni

10. fundur byggðaráðs

13.04.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

10. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 13. apríl 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti, Margrét Guðmundsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Fundargerðir teymisfunda 7, 8, 9 og 10 vegna Fjarðarvegar 5
2. Núgildandi reglur um þóknanir til fulltrúa í nefndum, breytingatillögur ásamt gögnum um greiðslur í öðrum sveitarfélögum
3. Tillaga um rekstur tjaldsvæðis ásamt drögum að samningi
4. Tillaga vegna Fræ ehf.
5. „Betri Bakkafjörður“ ársskýrsla
6. Umsókn um framlengingu á samningi um „Betri Bakkafjörð“

Fundargerð

1. Fundargerðir teymisfunda 7, 8, 9 og 10 vegna Fjarðarvegar 5
Fundargerðirnar lagðar fram ásamt yfirliti yfir kostnað.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð lýsir yfir ánægju sinni með framgang verksins og að útlit er fyrir að fjárhagsáætlun verksins standist.

Samþykkt samhljóða

2. Núgildandi reglur um þóknanir til fulltrúa í nefndum, breytingatillögur ásamt gögnum um greiðslur í öðrum sveitarfélögum
Tillaga um breytingar á reglum þar sem nánar er skilgreint hvaða nefndir fá greitt sem hlutfall af þingfararkaupi. Lög fram gögn um greiðslur í öðrum sveitarfélögum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð óskar eftir upplýsingum um kostnað við fundi sveitarstjórnar og nefnda á árinu 2022. Einnig er óskað eftir því að sveitarstjóri leggi fram tvær tillögur, annars vegar föst laun fulltrúa og hinsvegar miðað við greiðslur fyrir hvern fund. Tillögurnar verði lagðar fram fyrir byggðaráð í sumar.

Samþykkt samhljóða

3. Tillaga um rekstur tjaldsvæðis og þar með talið húsbílastæði ásamt drögum að samningi
3 umsækjendur voru um rekstur tjaldsvæðisins. Umsækjendur voru Sara Stefánsdóttir, Katrín Sól Sigfúsdóttir og Vala Örvarsdóttur. Katrín og Vala sækja um að fá að reka tjaldsvæðið saman.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að samið verði við Katrínu Sól Sigfúsdóttur og Völu Örvarsdóttur sem munu reka tjaldsvæðið og húsbílastæði saman.

Samþykkt samhljóða.

4. Tillaga vegna Fræ ehf.
Sveitarstjóra var falið að skoða eignastöðu félagsins og koma með tillögu til byggðaráðs um framtíð þess, Endurskoðandi er að skoða hugmyndir um að sameina Fræ ehf. og Fjarðarveg 5 ehf. undir nafninu „Kistan – þróun og þekking ehf.“. Fjármunir félagsins mundu renna inn í félagið sem inneign hjá Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstóra falið að vinna áfram að málinu í samráði við endurskoðanda.

Samþykkt samhljóða.

5. „Betri Bakkafjörður“ ársskýrsla
Ársskýrslan lögð fram til kynningar. Skýrslan verður einnig lögð fram í sveitarstjórn.

6. Umsókn um framlengingu á samningi um „Betri Bakkafjörð“
Tillaga að umsókn um framlengingu á verkefninu „Betri Bakkafjörður.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að sækja um framlengingu á verkefninu á grundvelli þeirrar umsóknar sem liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?