11. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
11. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 4. maí 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Einnig sátu fundinn við lið 1. Þórarinn Jakob Þórisson, Margrét Guðmundsdóttir og Karítas Agnarsdóttir í gegnum fjarfundarbúnað. Einnig kom Mirjam Blekkenhorst inn við lið 4 vegna vanhæfis Þorsteins.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Ársreikningur fyrir árið 2022. Magnús Jónsson kemur á fundinn
2. Beiðni um leigu á Grunnskólanum
3. Fundargerð Bryggjudaga
4. Ráðning forstöðumanns íþróttamannvirkja.
5. Erindi frá Söru Stefánsdóttur varðandi samning um rekstur tjaldsvæðis
Fundargerð
1. Ársreikningur fyrir árið 2022
Magnús Jónsson endurskoðandi hjá KPMG fór yfir reikninginn og svaraði spurningum.
Bókun um afgreiðslu: Reikningnum vísað til 1. umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
2. Lögð fram ósk sem borist hefur skólastjóra Grunnskólans um leigu á skólanum
Skólastjóri hefur lagt fram beiðni um að leigja skólann í sumar undir fyrir gistingu. Gistingin er ætluð starfsmönnum Skyrora vegna fyrirhugaðs eldflaugaskots síðla sumars. Leigutaki er gistiheimilið Lyngholt.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð sækist ekki eftir því að leigja út skólahúsnæði sitt en heimilar leigu á skólanum svo fremi sem ekki er pláss fyrir gistingu eða matsölu á þeim stöðum sem reka gistingu og matsölu í Langanesbyggð. Hugsanlegur leigjandi sýni fram á að ekki fáist gisting eða matsala á þeim gisti- og veitingastöðum sem fyrir eru í sveitarfélaginu. Ennfremur leggur byggðaráð á það áherslu að hugsanleg leiga trufli ekki undirbúning kennslu eða viðhald á skólanum í sumar. Komi til þess að skólinn verði leigður út standi gjald fyrir leigu fyllilega undir öllum kostnaði varðandi leigu.
Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð 3. fundar um skipulag Bryggjudaga 2023
Fundargerðin lögð fram.
4. Ráðning forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar VER. Lagt fram mat á hæfi umsækjenda frá Mögnum ehf.
Þorsteinn ber undir vanhæfi undir þessum lið, það er samþykkt og víkur af fundi Mirjam kemur inn í hans stað.
Lagðar fram 5 umsóknir um starf forstöðumanns íþróttamiðstöðvar. Einnig minnisblað frá Sigríði Ólafsdóttur mannauðsráðgjafa hjá Mögnum varðandi mat á umsækjendum um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar.
Umsækjendur eru: Arman Ahmadizad sölumaður, Moses Kjartan Jósefsson starfsmaður Hótel Hafnarfjall, Valur Dan Jónsson flugvirki og prentari, Þorsteinn Ægir Egilsson húsvörður í Þórsveri og sjúkraflutningamaður, Wagner Sousa de starfsmaður Norðlenska ehf. á Akureyri. Sveitarstjóra ber samkvæmt samþykktum að leggja tillögu fyrir byggðaráð. Byggðaráð tekur ákvörðum í samræmi við tillögur. Niðurstaða mannauðsráðgjafa er að Þorsteinn Ægir Egilsson uppfylli helst hæfniskröfur í tengslum við menntun og reynslu. Samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins leggur sveitarstjóri fram tillögu fyrir byggðaráð.
Tillögur sveitarstjóra:
a) Að ráða Þorstein Ægi Egilsson sem forstöðumann. Mannauðsráðgjafi segir „Þorsteinn Ægir Egilsson er sá umsækjenda sem helst uppfyllir hæfniskröfur í tengslum við menntun og reynslu“.
b) Að auglýsa stöðuna aftur. Sveitarstjóri bendir á að lítill tími sé til stefnu þar til núverandi forstöðumaður hættir og því mjög lítill tími til undirbúnings fyrir nýjan starfsmann.
c) Að nýta heimild til að færa starfsmann til í starfi sem þykir hæfur til að gegna því með tilliti til reynslu og menntunar. Sá starfsmaður gæti væntanlega hafið störf strax.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að farið verði að tillögu c) og að nýtt verði almenn heimild í lögum til að færa starfsmann til í starfi og bjóða starfandi íþróttafulltrúa og staðgengli forstöðumanns, Sigurbirni Veigari Friðgeirssyni starfið. Hann þekkir mjög vel til starfsins og þeirrar starfsemi sem fram fer í húsinu. Jafnframt þakkar byggðaráð umsækjendum fyrir þann áhuga sem þeir sýndu á starfinu.
Samþykkt samhljóða.
5. Erindi frá Söru Stefánsdóttur varðandi samning um rekstur tjaldsvæðis
Sara Stefánsdóttir óskar eftir rökstuðningi fyrir því að ekki var gengið til samninga við hana um rekstur tjaldsvæðis í ljósi reynslu hennar og menntunar umfram þá sem ákveðið var að ganga til samninga við á fundi byggðaráðs 13. apríl 2023.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar bréfritara fyrir bréfið. Í auglýsingu um starfið var ekki krafist sérstakrar menntunar eða reynslu af rekstri tjaldsvæða heldur óskað eftir áhugasömum aðilum til að reka það. Rökin fyrir því að sveitarstjóra var falið að ganga til samninga við Katrínu Ósk Sigfúsdóttur og Völu Örvarsdóttur voru einkum þau að tveir starfsmenn sinna starfi sem er alla daga frá morgni til kvölds þegar tjaldsvæðið er opið í stað eins starfsmanns og starfið getur verið mjög annasamt og mun því Byggðaráð ekki leggja til við sveitarstjórn að ákvörðuninni verði breytt. Sveitarstjóra falið að svara erindinu samkvæmt ofan sögðu og ganga til samninga við Katrínu Ósk Sigfúsdóttur og Völu Örvarsdóttur.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30