Fara í efni

11. fundur byggðarráðs

29.08.2019 12:00

11. fundur byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 29. ágúst 2019. Fundur var settur kl. 12:00.

 

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð. Svo var ekki.

Að því búnu var gengið til dagskrár.

 

Fundargerð

 

1.         Erindi Sambands ísl. sveitarfélaga, umsögn um lokadrög að stefnu ráðherra í úrgangsmálum

Erindið og umsögn sambandsins lögð fram.

Bókum um afgreiðslu: Byggðaráð tekur eindregið undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og lýsir yfir áhyggjum vegna málsins.

Samþykkt.

2.         Málefni eldri borgara

Sveitarstjóri lagði fram minnispunkta og fór yfir fund sem hann átti með fulltrúum stjórnar félags eldri borgara og kynnti hugmyndir sem unnar eru upp úr samtali sem þar átti sér stað.

Bókum um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna að tillögu að þjónustusamningi við félag eldri borgara í samræmi við lið 2 í framlögðum minnispunktum sveitarstjóra.

Samþykkt.

3.         Fjallakofar – Erindi frá fjallskilastjóra

Sveitarstjóri fór yfir erindi fjallskilastjóra dags. 26. ágúst sl. um uppbyggingu fjallakofa sem nýttir eru við smalamennsku.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð þakkar fjallskilastjóra erindið og vísar því til umfjöllunar í hverfaráði dreifbýlis og í framhaldinu til umfjöllunar í atvinnu- og nýsköpunarnefnd.

Samþykkt.

4.         Félagsheimili – Eldhús

Sveitarstjóri fór yfir stöðu tækjabúnaðar í eldhúsi félagsheimilisins og gerði grein fyrir nauðsynlegum tækjakaupum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir nauðsynlega endurnýjun tækjabúnaðar sem verði fjármögnuð með fjármagni úr fjárfestingaráætlun deildarinnar.

Samþykkt.

5.         Skólamál – Minnisblað skólaráðgjafa

Sveitarstjóri fór lagði fram og fór yfir minnisblað skólaráðgjafa dags. 27. ágúst sl. og fundi sem haldnir voru með stjórn foreldrafélags leikskóla, stjórn foreldrafélags grunnskóla, velferðar- og fræðslunefnd og skólastjórum beggja skólastofnanna.

Samþykkt um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt.

6.         Fjárhagsáætlun 2020 – Umræður

Sveitarstjóri fór yfir komandi fjárhagsáætlunargerð og helstu efnahagsþætti sem áhrif hafa á hana, að því loknu fóru fram umræður.

7.         Breyting á gjaldskrá íþróttamiðstöðvar

Formaður fór yfir hugmyndir um breytingar á núverandi gjaldskrá.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að vinna tillögu að breyttri gjaldskrá í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt.

8.         Gjaldskrá grunnskóla – Lengd viðvera

Sveitarstjóri for yfir að þörf er á að uppfæra gjaldskrá Langanesbyggðar vegna lengdrar viðveru skólabarna.

Bókum um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera drög að breyttri gjaldskrá og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt.

9.         Gangnaseðill 2019 – Til kynningar

Gangnaseðill 2019 lagður fram til kynningar.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:24.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?