Fara í efni

14. fundur byggðaráðs

20.07.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

14. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 20. júlí 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 929 - 09.06.2023
Fundargerðin lögð fram

2.Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 930 - 15.06.2023
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga nr. 931 - 22.06.2023
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð 16. fundar skipulags- og umhverfisnefndar   
      04.1) Bókun um göngustíga
Skipulags- og umhverfisnefnd fer fram á að við gerð fjárhagsáætlunar 2024 verði gerð göngustíga sem tilteknir eru í bókun settir inn í áætlunina.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Samþykkt samhljóða.

5. Fundargerð 5. fundar Jarðasjóðs 15.03.2023   
      05.1) Athugasemdir stjórnar Jarðasjóðs við samþykktum um sjóðinn í viðauka.
Stjórn Jarðasjóðs hefur gert athugasemdir við samþykktir sjóðsins sem koma fram í viðauka við samþykktir sveitarfélagsins frá 7. nóvember 2022.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra í samvinnu við KPMG að gera þær breytingar sem nauðsynlega eru taldar til að skýra betur hlutverk sjóðsins, tilgang og valdsvið. Endurbættur viðauki verður lagður fyrir sveitarstjórn á fundi í nóvember og um leið verða samþykktir sveitarfélagsins rýndar og endurskoðaðar ef ástæða þykir til.
Samþykkt samhljóða

6. Fundargerð 6. fundar jarðasjóðs 19.04.2023
Fundargerðin lögð fram

7. Fundargerð 7. fundar jarðasjóðs 28.06.2023
Fundargerðin lögð fram
Bókun um afgreiðslu við lið 3: Byggðaráð óskar eftir að fá upplýsingar um niðurstöður viðræðna við Reyni Atla Jónsson og Akur Organic. Byggðaráð óskar eftir að eignir í eigu sveitarfélagsins séu auglýstar til leigu.
Samþykkt samhljóða

8. Fundargerð 53 fundar stjórnar SSNE 07.06.2023
Fundargerðin lögð fram

9. Minnisblað fyrir fund um fyrirkomulag strandsveiða, úthlutun aflaheimilda og áhrif á þróun byggðar við Bakkaflóa 28.06.2023
     09.1) Svar sem barst frá Byggðastofnun 17.01.2022 vegna bókunar sveitarstjórnar 21.01.2021
Útgerðarmenn og sjómenn á Bakkafirði höfðu forgöngu um fund með þingmönnum NA kjördæmis um stöðu kvótamála á Bakkafirði og þær reglur sem gilda. Niðurstaða fundarins var að þingmenn munu beita sér í málinu og þrýsta á matvælaráðherra og Byggðastofnun um skjóta lausn. Von er á heimsókn starfsmanns og forstjóra Byggðastofnunar til Bakkafjarðar til að kynna sér málin af eigin raun.
Einnig lagt fram í fundargögnum bréf Byggðastofnunar frá 17.01.2022 sem svar við bókun sveitarstjórnar 21.01.2021. Þessi gögn hafa ekki verið lögð fram áður.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar fagnar frumkvæði sjómanna og útgerðarmanna á Bakkafirði í kvótamálum byggðarinnar og styður heilshugar þær aðgerðir og hugmyndir sem þeir hafa lagt fram. Óskað er eftir að sveitarstjórn taki málið upp og styðji við aðgerðir sjómanna og útgerðarmanna.
Samþykkt samhljóða

10. Vinnufundur 1 vegna framkvæmda við Naust 27.06.2023   
       10.1) Verkáætlun vegna framkvæmda við Naust, fyrstu drög.
Verkið er nú þegar hafið með öflun tilboða í verkþætti og efni, samningum við verktaka og meistara ásamt lokahönnun verksins. Áætluð verklok eru í júní 2024.
Lagt fram til kynningar
Bókun frá L- lista: L listinn harmar hvað þetta mál hefur dregist á langinn þar sem L-listinn var með tillögu í byrjun mars um að hefja ferlið.
Bókun frá H lista: Frá því að málið kom upp hefur verið unnið að undirbúningi og skipulagningu þess. Við gerð síðustu fjárhagsáætlunar nefndi enginn að þörf væri á þessu verki. Það er mat okkar að enginn dráttur hafi orðið á því að hefja framkvæmdir.

11. Álag á Nausti og ósk um tímabundna ráðningu starfsmanns 05.07.2023
Lagt fram bréf frá forstjóra Nausts og trúnaðarmanni starfsmanna vegna álags á starfsfólk. Farið er fram á tímbundna ráðningu starfsmanns í hlutastarf á meðan þetta álag varir.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar bréfriturum fyrir upplýsingarnar og heimilar ráðninguna á meðan þessi álagstími varir og leggur það í hendur forstjóra að leysa úr þeim vanda sem upp er kominn varðandi mönnun á vöktum. Byggðaráð óskar eftir upplýsingum, eftir því sem við á, um stöðu mála þegar breytingar verða sem valda auknu álagi á starfsfólk svo grípa megi fljótt inn í til að það bitni ekki á vistmönnum eða starfsfólki – sérstaklega nú þegar umfangsmiklar breytingar á húsnæði fara í hönd.
Samþykkt samhljóða.

12. Svör Þjóðkirkjunnar vegna óska um leigu á jörðinni Skeggjastaðir 14.06.2023
Kirkjan hefur svarað erindi Langanesbyggðar um viðræður varðandi hugsanlega leigu á jörðinni Skeggjastaðir.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tilnefnir Sigurð Þór Guðmundsson oddvita, Gunnar Má Gunnarsson verkefnisstjóra Betri bakkafjarðar og Björn S. Lárusson sveitarstjóra til að ræða um hugsanlega leigu á jörðinni. Drög að samningi, ef af verður, verða lögð fyrir byggðaráð / sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Bókun L-lista: L-listinn óskar eftir áætlun og stefnu varðandi málefni jarðarinnar.

13. Fundargerð stjórnar Menningarsjóðs Langanesbyggðar 03.07.2023
Úthlutunarnefnd Menningarsjóðs Langanesbyggðar hefur lagt fram tillögur um úthlutun úr sjóðnum fyrir ári 2023 samtals kr. 850.000.- en sjóðurinn hefur kr. 1 milljón til ráðstöfunar á hverju ári. Ein umsókn bíður frekari rökstuðnings.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögur sjóðstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

14. Samantekt á greiðslum fyrir nefndarstörf
Svar við beiðni byggðaráðs frá 10. fundi 13 apríl s.l. þar sem farið var fram á upplýsingar um greiðslur fyrir nefndar störf á árinu 2022. Jafnfram var farið fram á tillögur frá sveitarstjóra um fyrirkomulag greiðslna.
      14.1) Þóknun til sveitarstjórnar og nefndarmanna í nokkrum sveitarfélögum
Þóknun fulltrúa í sveitarstjórn- og nefndum í Langanesbyggð er ein sú lægsta á landinu miðað við sveitarfélög af svipaðri stærð og umfangi.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að leggja fram tillögu um breytingu á greiðslum til fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum sem taki mið af umræðum á fundinum. Jafnframt verði reglur um greiðslur gerðar skýrari til að fá betri yfirsýn yfir greiðslur.
Samþykkt samþykkt.

15. Bréf til sveitarfélaga frá Bændasamtökum Íslands um lausagöngu/ágangs búfjár 06.07.2023
Í bréfinu er fjallað um álitaefnið „lausaganga búfjár“ og þau lög og reglur sem gilda í ljósi álits Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022.
Bókun um afgreiðslu: Bréfinu er vísað til landbúnaðar og dreifbýlisnefndar til umfjöllunar.
Samþykkt samhljóða.


Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 13:20

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?