Fara í efni

14. fundur byggðarráðs

13.11.2019 13:00

14. fundur, vinnufundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn miðvikudaginn 13. nóvember 2019. Fundur var settur kl. 13:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Elías Pétursson sveitarstjóri og Jónas Egilsson skrifstofustjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og lagði fram dagskrá með gestum fundarins

 

Fundargerð

1.         Deildarstjóri slökkviliðs

Þórarinn J. Þórisson mætti á fund og fór yfir rekstur og áætlanir slökkviliðs Langanesbyggðar.

Þórarinn vék af fundi kl.13:20.

2.         Deildarstjóri Íþróttamiðstöðvar

Eyþór Atli Jónsson mætti á fundinn og fór yfir rekstur og áætlanir íþróttamiðstöðvarinnar og lagði fram gögn um nýtingu miðstöðvarinnar. Einnig lögð fram áætlun um nauðsynleg viðhaldsverkefni í og við sundlaugarrými.

Eyþór vék af fundi kl. 13:55.

3.         Deildarstjóri Þjónustumiðstöðvar

Jón Rúnar Jónsson mætti á fundinn og fór yfir starfsemi Þjónustumiðstöðvarinnar frá stofnun hennar í apríl sl. og lagði fram minnisblöð um starfsemina. Hann lagði fram áætlun um innkaup fyrir árið 2020.

Jón Rúnar vék af fundi kl. 14:25.

4.         Skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn

Hilma Steinarsdóttir fór yfir helstu þarfir innkaupa og í rekstri fyrir skólann á næsta ári sem og starfsmannamál.

Hilma vék af fundi kl. 14:54.

5.         Hjúkrunarforstjóri og rekstrarstjóri Nausts

Sólrún Arney Siggeirsdóttir og Halldóra Pálsdóttir fóru yfir rekstur ársins 2019, áætlaða afkomu og þörfum fyrir árið 2020.

Sólrún og Halldóra véku af fundi kl. 15:27.

6.         Skrifstofa og yfirstjórn

Elías Pétursson fór rekstur skrifstofu, helstu verkefni, aðrar deildir sem ekki hafa verið kynnt áður og aðkeypta þjónustu sveitarfélagsins á árinu og horfur fyrir árið 2020.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:57.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?