15. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
15. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 24. ágúst 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Mirjam Blekkenhorst, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Almar Eggertsson verður á Teams á fundinum og svarar spurningum.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.
Dagskrá
1. Tilboð í stálgrindarhús fyrir sorpflokkun
1.1 Útboðsteikning af sorpflokkunarhúsi
1.2 Útboðslýsing á sorpflokkunarhúsi vegna tilboðs
2 Tilboð í að reisa stálgrindarhús BYKO frá EMAR (Eggert Marinósson)
3 Umsóknir um leigu á Hálsvegi 11
Fundargerð
1. Tilboð í stálgrindarhús fyrir sorpflokkun
Borist hafa 5 tilboð í stálgrindarhús samkvæmt meðfylgjandi lista.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar fyrir framlögð tilboð og samþykkir að ganga til samninga við Landstólpa. Miðað er við afhendingu hússins á vor- eða sumarmánuðum á árinu 2024 þegar gengið hefur verið frá lóð, steyptir sökklar og plata undir húsið.
Samþykkt samhljóða.
1.1 Útboðsteikning af sorpflokkunarhúsi
Teikning af því sorpflokkunarhúsi sem tilboðin byggjast á. Teikningar lagðar fram
1.2 Útboðslýsing á sorpflokkunarhúsi vegna tilboðs í að reisa það
Leiðbeinandi lýsing fyrir væntanlega tilboðsgjafa í að reisa húsið. Gert er ráð fyrir að það verði reist á vor eða sumarmánuðum árinu 2024.
Lýsingin lögð fram til kynningar.
2. Tilboð í að reisa stálgrindarhús BYKO frá EMAR (Eggert Marinósson)
Tilboð EMAR byggist á að reisa stálgrindarhús.
Lagt fram til kynningar.
3. Umsóknir um leigu á Hálsvegi 11
Borist hafa 4 umsóknir um leigu á íbúðinni að Hálsvegi 11
a) Frá Díönu Hólm
b) Frá Reyni Erni Reynissyni
c) Frá Weronica Lipinska
d) Finnbogi Vikar Guðmundsson
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við Díönu Hólm.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða
Fundi slitið kl. 12:50