Fara í efni

16. fundur byggðaráðs

14.09.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

16. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 14. september 2023. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Þorsteinn Ægir Egilsson og Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því næst gengið til dagskrár.

Dagskrá

1. Fundargerð stjórnar Brák hses 22.08.2023.
2. Leigusamningur vegna Hálsvegs 11 frá 01.09.2023
3. Tillaga að breytingum á reglum og þóknunum til sveitarstjórnarmanna
3.1) Núgildandi reglur um greiðslur til fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum
3.2) Tillaga að breytingum á reglum um greiðslur til fulltrúa sveitarstjórn og nefndum
3.3) Tillaga að breytingum á greiðslum til fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum
4. Beiðni frá Stígamótum um fjárframlag
5. Bréf frá Innviðaráðuneyti vegna málstefnu frá
5.1) Tillaga að málstefnu Langanesbyggðar
6. Tillaga að viðaukasamningi við samning um verkefnið „Betri Bakkafjörður“

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Brák hses 22.08.2023.

Lögð fram til kynningar.

2. Leigusamningur vegna Hálsvegs 11 frá 01.09.2023.

Lagður fram til kynningar.

3. Tillaga að breytingum á reglum og þóknunum til sveitarstjórnarmanna.

3.1) Núgildandi reglur um greiðslur til fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum.

3.2) Tillaga að breytingum á reglum um greiðslur til fulltrúa sveitarstjórn og nefndum.

3.3) Tillaga að breytingum á greiðslum til fulltrúa í sveitarstjórn og nefndum.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leiti breytingar á reglum og greiðslum til sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna og vísar málinu til sveitarstjórnar til endanlegrar ákvörðunar. Byggðaráð gerir þó þá breytingu að hafnarnefnd skal talin upp með fastanefndum.

Samþykkt samhljóða.

4. Beiðni frá Stígamótum um fjárframlag.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir kr. 60.000.- framlag til Stígamóta.

Samþykkt samhljóða.

5. Bréf frá Innviðaráðuneyti vegna málstefnu frá 05.09.2023.
Innviðaráðuneytið hefur ítrekað við sveitarfélögin að móta málstefnu varðandi íslenskt mál í skriflegu og munnlegu efni sem sveitarfélagið lætur frá sér. Í því skyni hefur ráðuneytið samþykkt að sveitarfélögin móti sér málstefnu.
5.1) Tillaga að málstefnu Langanesbyggðar.

Bókum um afgreiðslu: Byggðaráð vísar tillögu um málstefnu til velferðar- og fræðslunefndar en vekur jafnframt athygli á því í 3. lið hvort upplýsingar eigi að vera aðgengilegar einnig á pólsku, þar sem enska er tilgreind sem annað tungumál.

Samþykkt samhljóða.

6. Tillaga að viðaukasamningi við samning um við verkefnið „Betri Bakkafjörður“.
Byggðastofnun hefur samþykkt að framlengja samninginn um 1 ár.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar framlengingu verkefnisins og mun fjalla um viðaukasamninginn síðar.

Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 12:20.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?