Fara í efni

18. fundur byggðaráðs

16.11.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

 

18. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 16. nóvember 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því gengið til dagskrár.

Formaður fór þess á leit að tekið yrði fyrir mál nr. 15 með afbrigðum þar sem það bættist við dagskrá eftir að fundarboð var sent út.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar frá 17.01.2023
Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar frá 02.02.2023
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar frá 29.03.2023
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar frá 13.06.2023
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 17. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 29.03.2023
Fundargerðin lögð fram.

     05.1 Umhverfismál á Bakkafirði – sveitarstjóri gerir grein fyrir málinu.

6. Fundargerð 18. Fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 30.08.2023
Fundargerðin lögð fram

     06.1 Tillaga um ráðningu starfsmanns á Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráðs beinir því til sveitarstjóra og forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar að vinna að málinu. Nú þegar hefur lausráðinn starfsmaður verðið fenginn til ýmissa verka.

Samþykkt samhljóða.

7. Ársreikningur Fjarskiptafélags Svalbarðshrepps fyrir árið 2022
Ársreikningurinn lagður fram.

8. Lög um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags – sjá gr. 6).  
     08.1) Fyrirmæli ráðuneytisins varðandi þjónustustefnu.
Innviðaráðuneytið hefur í samræmi við ofangreindar breytingar á sveitarstjórnarlögum birt leiðbeiningar um „Stefnu um þjónustustig í byggðum og byggðalögum sveitarfélags“.

Lagt fram til kynningar.

     08.2) Leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu frá Byggðastofnun.
Byggðastofnun hefur sent leiðbeiningar varðandi gerð þjónustustefnu.

Lagt fram til kynningar.

     08.3) Þjónustustefna Norðurþings sem var tilraunasveitarfélag við mótun stefnunnar.
Tekið hefur verið mið af því verklagi sem var haft við þar og gerð drög að stefnu fyrir Langanesbyggð – sjá lið 8.4.

Lagt fram til kynningar.

     08.4) Drög að þjónustustefnu Langanesbyggðar (grunnur).
Lögð fram drög að grunni að þjónustustefnu fyrir Langanesbyggð. Eftir er að vinna tölfræðilegt efni sem tengist þjónustustefnunni ásamt áætlun til þriggja ára.

Lagt fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð óskar eftir áliti nefnda á þessum frumdrögum með ósk um umsögn um þá liði sem snerta viðkomandi nefndir.

Samþykkt samhljóða.

9. Líkhús á Þórshöfn – aðstaða (aðstöðuleysi)
Bréf frá sjúkraflutningamönnum, hjúkrunarfræðingum og forstjóra Hjúkrunarheimilisins Naust um stöðu mála varðandi líkhús á Þórshöfn. Bréfritarar benda á mikilvægi þess og hagkvæmni að hafa aðstöðu á Þórshöfn þó það sé ekki skylda sveitarfélagsins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð er ákveðið í því að leysa þetta mál til skamms tíma og framtíðar og tryggja að aðstaða til líkgeymslu og líksnyrtingar sé til staðar í Langanesbyggð. Sveitarstjóra er falið að ræða við forstjóra heilbrigðisstofnun Norðurlands eystra og finna lausn á málinu svo fljótt sem verða má. Jafnframt er sveitarstjóra falið að vekja athygli á málinu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, þar sem hún hefur þetta málsefni til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

10. Drög að samningi við Innviðaráðuneyti um innviðauppbyggingu í Langanesbyggð, skilgreining á tækifærum og áskorunum.
Innviðaráðuneytið hefur fallist á að fjármagna að hluta stöðu verkefnastjóra vegna innviðauppbyggingar í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar ákvörðun ráðuneytisins að styðja við það að fá verkefnastjóra til að vinna að framgangi ýmissa mála sem snerta innviði í Langanesbyggð og þá sérstaklega það sem snýr að orkuskiptum, iðnaðaruppbyggingu og aðra innviði. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn með fyrirvara um samþykki sveitastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

11. Tillaga send verkefnisstjóra Betri Bakkafjarðar um uppsetningu hleðslustöðva á Þórshöfn og Bakkafirði.
Verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar hefur leitað eftir tillögum frá orkufyrirtækjum um uppbyggingu hleðsluinnviða í Langanesbyggð. Meðfylgjandi er tillaga frá ON um uppsetningu slíkra stöðva á Þórshöfn og Bakkafirði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur verkefnastjóra Betri Bakkafjarðar að vinna áfram að málinu og velja bestu og hagkvæmustu lausnina í innleiðingu slíkra innviða í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

12. Drög að 8+4 mánaða uppgjöri og útkomuspá fyrir 2024.
Lögð fram fyrstu drög að útkomuspá fyrir árið 2023 og drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Einnig skipting á milli deilda varðandi sömu atriði. Langt fram til kynningar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn mun fjalla nánar um áætlanirnar á vinnufundi um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn sem ráðgerður er 23.11.2023. Fyrsta umræða fer fram 30.11.2023.

Samþykkt samhljóða.

13. Breyting á gjaldskrám.
Lagðar fram gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2024 samkvæmt 11. lið 21. fundar sveitarstjórnarfundar 02.11.2023.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar gjaldskrám áfram til vinnufundar sem áætlaður er 7. desember 2023. Skrifstofustjóri gerir breytingar á gjaldskrám samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

14. Bréf til Grindvíkinga
Sveitarstjórar og bæjarstjórar af öllu landinu héldu fund á Teams s.l. sunnudag þar sem ræddar voru leiðir til að aðstoða Grindvíkinga eins og mögulegt er og aðstæður leyfa í hverju sveitarfélagi.

Bókum um afgreiðslu: Byggðaráð sendir Grindvíkingum baráttukveðjur vegna þeirra hamfara sem nú ganga yfir á Reykjanesi.

Samþykkt samhljóða.

15. Tilboð frá ábúendum að Ytra Lóni í hlut Langanesbyggðar (Fræ) í fyrirtækinu.
Eigendur hafa falast eftir að fá að kaupa hlut Langanesbyggðar í fyrirtækinu „Ytra Lón“.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir kauptilboð upp á 519.000 kr. í 4.000.000 kr. hlut í fyrirtækinu Ytra Lón ehf.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 14:12

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?