Fara í efni

19. fundur byggðaráðs

07.12.2023 12:00

Fundur í byggðaráði

19. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 7. desember 2023. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður fór fram á að taka á dagskrá með afbrigðum lið 5 um ósk starfsmannafélagins um auki mótframlag.

Samþykkt samhljóða.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og því gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Ráðning umhverfisfulltrúa Langanesbyggðar
Sveitarstjóri gerði grein fyrir ráðningarferli á starfi umhverfisfulltrúa fyrir Langanesbyggð til næstu 2 ára. Sveitarstjóri hefur ákveðið að ráða Almar Marinósson í starfið.

Lagt fram til kynningar.

2. Tilkynning frá Origo
     02.1 Samningur við Origo lausnir, þáverandi Nýherja um leigu á prentara og þjónustu.

Fyrirtækið Origo lausnir hefur tekið við af fyrirtækinu Origo sem sér um prentaraþjónustu fyrir sveitarfélagið. Meðfylgjandi er tilkynning frá félaginu þar sem óskað er eftir samþykki á fyrirhuguðu framsali á réttindum og skyldum Origo samkvæmt gildandi samningi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framsal samnings til Origo lausna.

Samþykkt samhljóða.

3. Þakkir frá Innviðaráðuneytinu vegna minningardags um fórnarlömb umferðarslysa.
Innviðaráðuneytið hefur sent þakkir til sveitarfélaga vegna þátttöku í minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa.

Lagt fram til kynningar

4. Gjaldskrár – breytingar samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar á 21. fundi.   
     04.1 Gatnagerðargj., stofngj. fráveitu, byggingaleyfisgj. og önnur þjónustugjöld 2024
     04.2 Álagningarákvæði fasteignagjalda 2024
     04.3 Gjaldskrá Slökkviliðs Langanesbyggðar 2024
     04.4 Gjaldskrá grunn- og leikskóla Langanesbyggðar 2024
     04.5 Gjaldskrá fyrir geymslusvæði 2024
     04.6 Gjaldskrá fyrir sorphirðu og meðhöndlun úrgangs í Langanesbyggð 2024
     04.7 Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald 2024
     04.8 Gjaldskrá fyrir útleigu Þórsvers 2024
     04.9 Gjaldskrá fyrir tjaldsvæðið á Þórshöfn 2024
     04.10 Gjaldskrá fyrir VER 2024
     04.11 Gjaldskrá fyrir Langaneshafnir 2024
     04.12 Gjaldskrá fyrir umsýslugjald utan geymslusvæða í Langanesbyggð 2024

Bókun um afgreiðslu: 04.2 Byggðaráð samþykkir þær tillögur um breytingar á 4 og 7 gr. og að hækka tekjutengdan afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega á fasteignaskatti úr 27.108 kr. í 100.000 kr.
04.4 Byggðaráð samþykkir þær breytingar sem settar eru fram í 4 gr.
04.8 Byggðaráð samþykkir framlagðar tillögur.

Gjaldskrám er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

5. Beiðni starfsmannafélags Langanesbyggðar um að mótframlag sveitarfélagsins hækki úr kr. 2500.- í kr. 3000.- Heildarkostnaður við hækkun er kr. 240.000.-
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir beiðnina og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu við síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 13:07

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?