20. fundur byggðarráðs
20. fundur, byggðarráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 27. febrúar 2020. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson og Jónas Egilsson starfandi sveitarstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.
Aneta Potrykus og Sara Stefánsdóttir sátu fundinn undir lið 1.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Hugmyndir um vinabæjarverkefni og fjölþjóðlega „Facebooksíðu.“
Aneta Potrykus og Sara Stefánsdóttir fóru yfir hugmyndir um samstarf sveitarfélagið Trzebnica í Póllandi vegna verkefnisins Stjórnun menningararfs. Einnig er hugmyndin er að setja upp sérstaka síðu á Facebook til að þjónusta útlendinga.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið í samvinnu við Anetu og Söru að vinna að tillögu fyrir næsta fund byggðaráðs um verkefnið.
Samþykkt.
2. Erindi frá EFS dags. 10. febr. 2020, um almennt eftirlit með því að fjármál sveitarfélaga séu í samræmi við lög
Erindið lagt fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að svara erindinu og kynna svarbréfið fyrir byggðaráði.
Samþykkt.
3. Kostnaðaryfirlit vegna framkvæmda á Nausti
Yfirlit með kostnaði framkvæmda eins og hann var 21. febrúar sl. lagt fram.
4. Refa- og minkaveiðar 2020
Minnisblað um kostnað við refa- og minkaveiðar 2019 og áætlun 2020 lagt fram. Samningar vegna vetraveiða eru lausir og tvö grenjaleitarsvæði einnig.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til dreifbýlisráðs til umsagnar. Óskað er eftir tillögum um framtíðarfyrirkomulag refa- og minkaveiða í sveitarfélaginu og samanburði við ástand og fyrirkomulag í nágrannasveitarfélögunum.
Samþykkt.
5. Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, erindi frá félagsmálaráðuneyti, dags. 30. janúar 2020
Bréf frá félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi um verkefnið Barnvænt Ísland.
Bókun um afgreiðslu: Vísað til velferðar- og fræðslunefndar til umfjöllunar.
Samþykkt.
6. Samningur við ÁTVR um húsaleigu fyrir verslun og lager að Langanesvegi 2
Undirritaður samningur við Áfengis og tóbaksverslun ríkisins um leigu á 85m2 rými að Langanesvegi 2, dags. 10. febrúar sl. lagður fram.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir samninginn.
Samþykkt.
7. Samningur við Rarik um yfirtöku á götulýsingu í Langanesbyggð
Drög að samningi við Rarik vegna yfirtöku sveitarfélagsins á götulýsingu á Bakkafirði og á Þórshöfn, ásamt uppdráttum og gögnum um fjölda og viðgerðasögu lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt.
8. Samningur við Orkustofnun um styrkveitingu vegna varmadæluvæðingar
Samningur við Orkustofnun um styrkveitingu vegna varmadæluvæðingar leikskólans á Þórshöfn lagður fram. Um er að ræða styrkveitingu frá Orkusjóð að upphæð kr. 2.011.000 vegna varmadæluvæðingu leikskólans á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að staðfesta samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt.
9. Fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun ásamt áætluðu sjóðstreymi fyrir 2020
Tillaga að fjárfestinga- og framkvæmdáætlun f. 2020 lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Framkvæmda- og fjárfestingaráætlun 2020 er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Sveitarstjóra falið að vinna að útfærslu sjóðsstreymisáætlunar fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Samþykkt.
10. Beiðni um styrk vegna útskriftarferðar 10. bekkjar
Beiðni frá nemendum 10. bekkjar Grunnskólans á Þórshöfn um styrk vegna útskriftarferðar þeirra í byrjun maí nk., lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að veita þeim styrk fyrir ferðakostnaði til Keflavíkurflugvallar og til baka, allt að kr. 200.000 í samræmi við umræður fundarins.
Samþykkt.
11. Véla- og tækjakaup Þjónustumiðstöðvar
Tillaga um tækjakaup fyrir Þjónustumiðstöð, kr. 5.000.000.
Bókun um afgreiðslu: Vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt.
12. Tillaga um ráðningu verkefnastjóra í Finnafjarðarverkefnið
Bókun um afgreiðslu: Framlagðri tillögu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:15.