Fara í efni

22. fundur byggðaráðs

07.03.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

22. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 7. mars 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Fundur stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 460 frá 15.01.2024
Fundargerðin lögð fram

2. Fundur stjórnar hafnarsambands Íslands nr. 461 frá 16.02.2024
Fundagerðin lögð fram

3. Verkfundargerð vegna Nausts nr. 5 frá 07.02.2024
Fundargerðin lögð fram

4. Verkfundargerð vegna Nausts nr. 6 frá 15.02.2024
Fundargerðin lögð fram

5. Verkfundargerð vegna Nausts nr. 7 frá 22.02.2024
Fundargerðin lögð fram

6. Verkfundargerð vegna Nausts nr. 8 frá 27.02.2024
Fundargerðin lögð fram

7. HSAM fundargerð nr. 18 frá 06.02.2024
Fundargerðin lögð fram

8. Viðræður um kaup á 14,2857% i beitingahöll við Eyrarveg 1
Í tölvupósti frá eigendum kemur fram að þeir séu tilbúnir í viðræður um sölu á þeirra hlut í húsinu sem er 14,2857% eignarinnar að Eyrarvegi 1. Eigendur hafa sammælst um að ganga út frá kr. 165.000.- pr. m2 eða alls 8.956.200.-

Bókun um afgreiðslu: Ekki eru fjármunir í fjárhagsáætlun til kaupa eða endurbóta á þessu ári. Sveitarstjóra falið að ræða frekar við eigendur í ljósi umræðna á fundi.

Samþykkt samhljóða.

9. Ársreikningur Norðurhjara fyrir árið 2023 ásamt ársskýrslu og áritun.
Ársreikningur, skýrsla og áritun ársreiknings Ferðaþjónustusamtakanna Norðurhjara fyrir árið 2023.

Gögnin lögð fram

10. Bréf frá Björgunvarsveitinni Hafliða vegna styrks og fasteignagjalda.
Björgunarsveitin Haflið fer fram á styrk að upphæð kr.619.105.- eða sem nemur fasteignagjöldum af Hafliðabúð, Skálalóð, Arnarbúð á Bakkafirði og Hauksbúð.

Bókun um afgreiðslu: Ekki er heimild í samþykktum sveitarfélagsins til að veita afslátt eða ívilnun vegna fasteignagjalda nema fyrir tekjulága. Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar að skoða almenn ákvæði um afslátt, niðurfellingu eða ívilnun vegna álagningar fyrir næsta ár. Sveitarstjóra falið að bjóða björgunarsveitinni til viðræðna vegna endurnýjunar á núgildandi styrktar samningi.

Samþykkt samhljóða.

11. Bréf frá Ísfélaginu vegna fasteignagjalda.
Ísfélagið fer fram á að greiða fasteignagjöld með einni greiðslu gegn 5% staðgreiðsluafslætti. Fasteignagjöldin eru 28.895.512.- og afsláttur yrði þá 1.444.776.- og greiðsla samkvæmt því 27.450.736.-

Bókun um afgreiðslu: Ekki er heimild í samþykktum sveitarfélagsins til að veita afslátt eða ívilnun vegna fasteignagjalda nema fyrir tekjulága. Byggðaráð beinir því til sveitarstjórnar að skoða almenn ákvæði um afslátt, niðurfellingu eða ívilnun vegna álagningar fyrir næsta ár.

Samþykkt samhljóða.

12. Drög að viðbragðsáætlun vegna eineltis og ofbeldis
Lögð fram drög að viðbragðsáætlun vegna eineltis, ofbeldis og áreitni á vinnustöðum. Drögin eru hluti af mannauðsstefnu Langanesbyggðar sem lögð verður fram innan tíðar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að meðfylgjandi drög verði hluti af mannauðsstefnu Langanesbyggðar sem er í mótun en felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að skoða stefnuna í samræmi við stefnur annarra deilda.

Samþykkt samhljóða.

13. Flugskýrsla – niðurstöður könnunar um flug.
Niðurstöður könnunar á viðhorfum íbúa Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og Raufarhafnar til flugþjónustu.

Lagt fram til kynningar.

Bókun: Sveitarstjóra, í samstarfi við landshlutasamtökin, er falið að taka samtal við Vopnafjörð til þess að móta afstöðu sveitarfélaganna til flugsamgangna.

Samþykkt samhljóða.

14. Erindi til byggðaráðs vegna bryggjudaga ásamt dagskrá og uppgjöri.
Stjórn bryggjudaga óskar eftir viðbrögðum frá byggðaráði vegna stöð hátíðarinnar þar sem mikill halli var á síðasta ári.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð óskar eftir því að stjórn bryggjudaga komi á næsta reglulega fund byggðaráðs og ræði frekar stöðuna.

Samþykkt samhljóða.

15. „Kvörtun um afgreiðslu í byggðaráði 4. maí og 22. júní 2023 og í sveitarstjórn 15. júní 2023 vegna ráðningar forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar Vers á Þórshöfn“. Bréf ráðuneytisins dags. 14.07.2023. Móttekið 14.02.2024
Kvörtunin er dagsett 14. júlí 2023 en berst ekki sveitarfélaginu fyrr en 14. febrúar 2024 með tölvupósti. Sú skýring hefur fengist frá ráðuneytinu að vegna anna hafi tafist að senda kvörtunina. Í ljósi þessarar seinkunar hefur sveitarstjóri farið fram á frest til að svara kvörtuninni þar til hún hefur verið kynnt byggðaráði. Ekkert svar hefur borist við því erindi.

Erindið lagt fram ásamt tölvupósti ráðuneytisins dags. 14. febrúar 2024

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða

Fundi slitið kl. 12:57

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?