Fara í efni

23. fundur byggðaráðs

04.04.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

23. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 4. apríl 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Arnar Freyr Halldórsson Waren og Sigurbjörn Friðgeirsson sátu fund undir 1. lið og gerðu grein fyrir starfsemi bryggjudaga.

Fundargerð

1. Erindi frá stjórn bryggjudaga ásamt uppgjöri hátíðar og dagskrá.
Stjórn bryggjudaga kom til fundar við byggðaráð til að gera grein fyrir starfseminni.

Bókun um afgreiðslu: Fulltrúar bryggjudagshátíðarinnar komu og gerðu grein fyrir stöðu hátíðarinnar. Byggðaráð er allt að vilja gert til að styðja við hátíðina með þeim ráðum sem þarf.

Samþykkt samhljóða.

2. Verkfundur nr. 09 vegna Nausts 05.03.2024
Fundargerðin lögð fram.

3. Verkfundur nr. 10 vegna Nausts 14.03.2024
Fundargerðin lögð fram

4. Verkfundur nr. 11 vegna Nausts 19.03.2024
Fundargerðin lögð fram

5. 1. fundur Ungmennaráðs 09.11.2023
Fundaragerðin lögð fram

6. 2. fundur Ungmennaráðs 17.01.2024
Ungmennaráð bendir á að síðustu ár hafi félagsmiðstöðin a.m.k. tvisvar sent inn erindi til sveitarstjórnar um húsnæðismál Svartholsins. Ungmennaráð óskar eftir því við sveitarstjórn að fundinn verði bráðabirgðastaður fyrir bókasafnið svo félagsmiðstöðin geti flutt inn í það rými.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að ræða málið við hluteigandi aðila til að þróa tillögur að lausnum að málinu.

Samþykkt samhljóða.

7. 3. fundur Ungmennaráðs 15.03.2024
a) Ungmennaráð óskar eftir að taka þátt í vali á staðsetningu hundagerðis og óskar eftir að bókun um málið verði komið á framfæri við skipulags- og umhverfisnefnd.

a) Bókun um afgreiðslu: Ósk Ungmennaráðs verði komið á framfæri við skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

b) Ungmennaráð óskar eftir því að sveitarfélagið sendi erindi til viðeigandi aðila um úrbætur á vegmerkingum, hraðatakmörkunum og gagnbrautum. Einnig ítrekar ráðið mikilvægi þess að klárað sé að leggja gangstéttir í þéttbýlum sveitarfélagsins til að tryggja öryggi vegfarenda.

b) Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að hafa samband við viðeigandi aðila um úrbætur í vegmerkingum, hraðatakmörkunum og gangbrautum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin lögð fram

8. Tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem sveitarfélagið er upplýst um niðurstöður vegna mengunar á Heiðarfjalli. 23.03.2024
Stofnunin gerir ráð fyrir að fara í áframhaldandi rannsóknir og kanna möguleika á hreinsunaraðgerðum sem ætlað er að takmarka áhrif mengunarinnar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð hvetur umhverfisstofnun til að hraða þeirri vinnu eins og kostur er. Einnig óskar nefndin að fá kynningu frá Umhverfisstofnun á niðurstöðu rannsóknarinnar.

Samþykkt samhljóða.

9. Frá forsætisráðuneytinu. Kynning á dagskrá vegna 80 ára afmælis lýðveldisins 2024. 05.02.2024
Bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem kynnt er dagskrá í tilefni af 80 ára afmælis lýðveldisins.

Lagt fram til kynningar.

10. Ársreikningur Samorku 2023
Ársreikningurinn lagður fram til kynningar

11. Álit innviðaráðuneytisins vegna stjórnsýslu Langanesbyggðar. sbr. 2. tl. 2. mgr. 112. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í máli nr. IRN24020021
Innviðaráðuneytið hefur sent sveitarfélaginu afrit af áliti ráðuneytisins vegna stjórnsýslu Langanesbyggðar í máli IRN24020021.

Álitið lagt fram

Bókun frá fulltrúa L-lista: Fulltúrar L-lista áskila sér rétt til að taka málið upp síðar á vettvangi sveitarstjórnar.

12. Ábending/kvörtun til sveitarstjórnarráðuneytisins á grunni 112 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011
Þorsteinn Ægir Egilsson sveitarstjórnarmaður hefur lagt fram, fyrir hönd L-lista, ábendingu/kvörtun til sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 5. janúar 2024 vegna liðar 13 á 23. fundi sveitarstjórnar þar sem fjallað var um kjör varamanns í kjörstjórn. Ábendingin/Kvörtunin barst sveitarfélaginu með tölvupósti dags. 22. mars 2024.

Ábendingin/kvörtunin er lögð fram.

13. Bréf frá umboðsmanni Alþingis til sveitarstjóra vegna umsóknar um starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar dags. 20. mars 2024
Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum og skýringum á 4 atriðum í ráðningarferli við ráðningu í starf forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar sem samþykkt var í byggðaráð 4. maí 2024.

Bréfið er lagt fram

14. Dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn, fylling og farg ásamt teikningu, kostnaðaráætlun og umsókn um framkvæmdaleyfi.
EFLA hefur lagt fram verklýsingu á dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn, fyllingu í höfnina og farg á fyllingu ásamt teikningu, kostnaðaráætlun og umsókn um framkvæmdaleyfi.

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu málsins vísað til sveitarstjórnar. Við útgáfu framkvæmdaleyfis verði tekið tillit til bókana skipulags- og umhverfisnefndar 20.03.2024 og hafnarnefndar 26.03.2024 um umsóknina.

Nefndirnar bókuðu eftirfarandi:
a) Fjaran, grasbalar og umhverfi fjörunnar raskist sem minnst við dýpkunarframkvæmdir. Bráðabirgðavegur verði sem lengst frá fjöruborði.
b) Tekið verði tillit til aðstöðu fyrir smábáta og annarra sem nota höfnina á meðan á framkvæmdum stendur í samvinnu við hafnarvörð.

Sveitarstjóra er falið að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun við meðferð málsins í sveitarstjórn samkvæmt þeirri kostnaðaráætlun sem liggur fyrir. Sveitarstjóra og oddvita falið að gera samkomulag við Ísfélag á grundvelli kostnaðaráætlunar um endanlega skiptingu kostnaðar við allt verkið áður en framkvæmdarleyfi verði gefið út.

Samþykkt samhljóða.

15. Tillaga um tjaldssvæðið á Þórshöfn.
Tillagan er um að auglýsa rekstur á tjaldsvæðinu á Þórshöfn fyrir áhugasama aðila sem vilja reka það sumarið 2024.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra um að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að reka tjaldssvæðið á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:38.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?