25. fundur byggðaráðs
25. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 23. júlí 2020. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Fundargerð
1. Fundagerð verkefnisstjórnar Tangans dags. 30. júní 2020
Fundagerðin lögð fram.
2. Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024 minnisblað frá sambandi sveitarfélaga dags. 2. júlí 2020
Bréfið lagt fram og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
3. Fjarskiptasjóður, Framlenging á gildistíma samnings frá 2019 18.06.20
Samningur lagður fram.
4. Orkustofnun, Samningur um styrkveitingu 18.06.20
Samningurinn lagður fram.
5. Stjórn Rarik fundur með sveitarstjórnum á Norðurlandi eystra, dags. 7. júlí 2020
Stjórn Rariks boðar til fundar með sveitarstjórnum dagana 20. og 21. ágúst nk.
6. Bréf frá slökkviliðsstjóra, ósk um að fjarlægja bæinn Vegamót vegna slysahættu
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að leita leiða til að fyrirbyggja hættu sem af rústum bæjarins getur stafað.
Samþykkt.
7. Upplýsingar vegna vindorkukostnað bréf frá Orkustofnun, dags. 15. júní 2020
Erindi frá Orkustofnun dags. 15. júní 2020 til Eflu ehf. og svarbréf Eflu dags. 21. júlí 2020 lögð fram.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar óskar eftir samstarfi við verkfræðistofuna Eflu ehf. vegna hugmynda á uppsetningu vindmillugarða á Langanesi, til kynningar í haust fyrir landeigendur og íbúa.
Samþykkt.
8. Erindi frá UMFL vegna ærslabelgs og frisbígolfvalla, dags. 21. júlí 2020
Erindi frá stjórn UMFL vegna hugmynda um uppsetningu ærslabelgs á Þórshöfn og mögulegra frisbígolfvalla á Bakkafirði og á Þórshöfn lagt fram.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar frumkvæði Ungmennafélagsins og velunnurum þess við kaup og uppsetningu ærslabelgs og frisbígolfvalla í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra er falið að vinna að samkomulagi við Ungmennafélagið um rekstur og uppsetningu ærslabelgsins og frisbígolfvalla. Einnig samþykkt að óska eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar á staðsetningu ærslabelgsins og frisbígolfvalla á Þórshöfn og Bakkafirði.
Samþykkt.
9. Ráðning hjúkrunarforstjóri Nausts
Lagðar fram umsóknir sem bárust sveitafélaginu um stöðu hjúkrunarforstjóra Nausts, ásamt náms- og starfsferilslýsingum.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra er falið að auglýsa starfið að nýju í ljósi þess að allar umsóknir bárust eftir að tilskilinn umsóknarfrestur rann út. Umsóknarfrestur skal vera 10 dagar frá birtingu auglýsingar.
Samþykkt.
10. Tilboð í Langanesveg 2
Fram er lagt kauptilboð, BJ vinnuvéla í þrjár íbúðir við Langanesveg 2.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að ganga frá sölu þeirra þriggja íbúðar sem tilboðið nær til skv. fyrirliggjandi gögnum.
Samþykkt
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:08.