25. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
25. fundur byggðaráðs, aukafundur Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 23. apríl 2024. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Ársreikningur og samstæðureikningur lagður fram fyrir árið 2023
Magnús Jónsson endurskoðandi fór yfir reikninga og svaraði fyrirspurnum.
Bókun um afgreiðslu : Farið var yfir reikninginn og er honum vísað til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
2. Verkfundur vegna Nausts nr. 14 frá 16.04.2024
Fundargerðin lögð fram.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:54