Fara í efni

27. fundur byggðaráðs

10.09.2020 13:00

27. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 10. september 2020. Fundur var settur kl. 13:00.

 Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.

Ágústa H. Gústafsdóttir var í fjarfundarsambandi undir lið 1 á fundinum.

Formaður setti fund og stjórnaði.

Fundargerð 

1.            Jafnlaunaáætlun Langanesbyggðar

Ágústa H. Gústafsdóttir fór yfir vinnu vegna jafnlaunáætlunar og jafnlaunastefnu sveitarfélagsins.

2.            Fundargerð 16. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 12. ágúst 2020

Fundargerðin lögð fram.

3.            Fundargerð 11. fundar hafnarnefndar Langanesbyggðar, dags. 14. ágúst 2020

Fundargerðin staðfest með atkvæðum Þorsteins Ægi Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson sat hjá.

4.            Fundargerð 15. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 26. ágúst 2020

a.            Liður 2. Samningur við HA um skólaþjónustu við leik- og grunnskóla

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt af Þorsteini Ægi Egilssonar og Mirjam Blekkenhorst. Siggeir Stefánsson á móti.

Bókun: Siggeir óskar eftir því að vísa afgreiðslu málsins til næsta fundar sveitastjórnar því ekki var nægur tími til að kinna sér efni samningsins.

b.            Liður 6. Minnisblað um ávaxtar- og mjólkuráskrift í Grunnskóla Þórshafnar

Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til skólastjóra, þar sem gjaldtaka vegna ávaxtar- og mjólkuráskriftar er ákvörðun skólans, ekki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin staðfest með atkvæðum Þorsteins Ægi Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, Siggeri Stefánsson sat hjá.

5.            Verksamningur við Björgun vegna dýpkunar Þórshafnarhafnar, 17. júlí 2020

Samningurinn lagður fram.

6.            Þórshöfn, dýpkun, fundargerð með bjóðanda dags. 17. júlí 2020 og 1. verkfundur, dags. 13. ágúst 2020

Samningurinn lagður fram.

7.            Fjárfestingarþörf Grunnskólans á Þórshöfn 2021, dags. 1. sept. 2020

Lagt fram minnisblað frá skólastjóra dags. 1. sept. 2020

Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð þakkar fyrir innsent erindi og sveitarstjóra falið að ræða við skólastjóra um færslur gjalda á milli liða innan deildar, þar sem viðkomandi framlögð fjárfestingarþörf rúmast innan fjárhagsáætlun skólans fyrir 2020. Byggðaráð samþykkir einnig að óska eftir samantekt um spjaldtölvuvæðingu skólans, framgang, ávinning og kostnað.

Samþykkt samhljóða

8.            Langanesvegur 2 – kaupsamningur á íbúðum

Kaupsamningur vegna sölu þriggja íbúða við Langanesveg 2 lagður fram. Kaupandi er BJ vinnuvélar.

9.            Skoðun bifreiða í Langanesbyggð

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um möguleika á að skoðun bifreiða hefjist að nýju á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við Aðalskoðun ehf. og Mótorhaus ehf. um samstarf um bifreiðaskoðun á Þórshöfn. Árlegur kostnaður íbúa eða sveitarfélagsins gæti orðið allt að einni milljón króna á 12 mánaða tímabili. Enn fremur er sveitarstjóra falið að ræða við ríkisvaldið um leiðir að koma til móts við íbúa sveitarfélagsins og fyrirtæki á svæðinu að gera þeim kleift að sinna lögboðnum bifreiðaskoðunum á Þórshöfn og þurfi því ekki að taka sér frí úr vinnu í heilan dag til að komast á næstu skoðunarstöð. Þá er sveitarstjóra falið að ræða við samgönguráðherra um breytingar á reglugerð um bifreiðaskoðun sem þrengir tímaramma sem bifreiðaeigendur hafa til að skoða bifreiðar sínar.

Samþykkt samhljóða.

10.          Mótun stefnu í markaðs- og kynningarmálum

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að  hefja undirbúning að mótun stefnu sveitarfélagsins í markaðs- og kynningarmálum. Til þess verði fenginn fær einstaklingur með reynslu að markaðs- og kynningarmálum, góða sýn og þekkingu á grunn hagsmunum Langanesbyggðar. Verkefnið verði unnið í samstarfi og samráði við atvinnu- og nýsköpunarnefnd og að tillögum verði skilað til nefndarinnar fyrir lok október nk. um útfærslu og kostnað.

Við vinnu verkefnisins verði einnig leitað samráðs og eftir upplýsingum til Markaðstofu Norðurlands, Norðurhjara, hagsmuna- og þjónustuaðila innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

11.          Ver – viðhaldsáætlun og drög að verklýsingu

Lögð fram viðhaldsáætlun og drög að verklýsingum við Ver íþróttamiðstöð frá Faglausn ehf., dags. í september 2020.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að efna til sérstaks fundar með starfsmanni Faglausnar vegna framlagðrar áætlunar.

Samþykkt samhljóða.

12.          Sjö mánaða rekstraryfirlit A og B hluta og 1. drög að útkomuspá, vinnuáætlun við fjárhagsáætlunargerð

Útgönguspá fyrir árið 2020 lagt fram, grundvallað á sjö mánaða rekstraryfirliti sem einnig var lagt fram. Þá var lögð fram tillaga að vinnuáætlun vegna fjárhagsáætlunargerðar 2021.

 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?