Fara í efni

27. fundur byggðaráðs

06.06.2024 00:00

Fundur í byggðaráði

27. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 6. júní 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Gunnlaugur Steinarsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Varaoddivti óskaði eftir afbriðum til að taka á dagskrá lið 18 sem er erindi frá UMFL.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Verkfundargerð nr. 15 Naust 22.04.2024
Fundargerðin lögð fram.

2. Verkfundargerð nr. 16 Naust 06.05.2024
Fundargerðin lögð fram.

3. Verkfundargerð nr. 17 Naust 29.05.2024
Fundargerðin lögð fram.

4. Framlag ríkisins vegna endurbóta og nýframkvæmda á Nausti 29.05.2024
     04.1 Naust verkstaða og kostnaður 31.12.2023
     04.2 Kostnaðaráætlun áfanga I endurbætur 2023-2024
     04.3 Kostnaðaráætlun II áfanga viðbygging
     04.4 Hugsanleg breyting á kostnaðaráætlun vegna framlag ríkisins.

Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra hefur ákveðið að leggja fram kr. 48.667.828.- vegna þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við Naustið og einnig kr. 57.501.702.- vegna nýframkvæmda sem ætlað var að fara í 2025 og 2026.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að farið verði í undirbúning áfanga II strax að loknum áfanga I.

Samþykkt samhljóða.

5. Höfnin verkfundur 1 frá 10.05.2024
Fundargerðin lögð fram.

6. Höfnin verkfundur 2 frá 16.05.2024
Fundargerðin lögð fram.

7. Höfnin verkfundur 3 frá 23.05.2024
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð HSAM nr. 19 frá 11.04.2024
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð verkefnisstjórnar „Betri Bakkafjarðar“ frá 29.04.2024
Fundargerðin lögð fram.

10. Ársreikningur sjávarútvegssveitarfélaga – drög.
Ársreikningurinn lagður fram.

11. Umsögn um rekstrarleyfi „Holtið Kitchen Bar“
     11.1 Teikning af breytingum vegna rekstrarleyfis.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leyti erindi um rekstrarleyfi fyrir „Holtið Kitchen Bar“.

Samþykkt samhljóða.

12. Þróunarfélag Finnafjarðar ehf. ársreikningur
Ársreikningurinn lagður fram.

13. Tími fyrir vinnustofu vegna sóknaráætlunar NE.
SSNE hefur sent eyðublað þar sem boðið er upp á tíma fyrir vinnustofu vegna endurskoðunar á Sóknaráætlunar NE. Gert er ráð fyrir að almenningur, nefndir og sveitarstjórn geti tekið þátt í vinnustofunni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að mæla með 3. september fyrir vinnustofur SSNE vegna endurskoðunar á sóknaráætlunar NE.

Samþykkt samhljóða.

14. Fundargerð stjórnar Brákar íbúðafélags hses. 30.05.2024.
Brák íbúaðafélag hses. hefur þegar auglýst eftir verktökum til að byggja 4 íbúða raðhús við Miðholt.

Fundargerðin lögð fram.

15. Hugsanleg kaup á einbýlishúsi á Þórshöfn
Til sölu eru tvö ný einbýlishús í byggingu á Þórshöfn, Bakkavegur 7 og Langanesvegur 25. Skortur er á leiguhúsnæði á Þórshöfn og kaup á einu húsi gæti verið hluti af lausn vandans.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

16. Starfslokasamningur við Jón Rúnar Jónsson – Trúnaðarmál

17. Ráðning forstöðumanns Þjónustumiðstöðvar Langanesbyggðar
Samkvæmt 54 gr. samþykkta sveitarfélagsins ræður byggðaráð í þær stjórnunarstöður sem heyra beint undir sveitarstjóra, samkvæmt skipuriti sveitarfélagsins, að fenginni tillögu sveitarstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísað málinu til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

18. Erindi frá UMFL varðandi leyfi frá þjálfun.
Byggðaráði hefur borist erindi frá UMFL um að Sigurbirni Veigari Friðbergssyni verði veitt leyfi frá þjálfun hjá félaginu í hjá UMFL í júní, júlí og ágúst og að Langanesbyggð greiði honum það hlutfall sem UMFL hefur greitt fyrir sömu mánuði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar og óskar jafnframt eftir nánari útskýringu á erindinu.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:08.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?