Fara í efni

28. fundur byggðaráðs

01.10.2020 12:00

28. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 1. október 2020. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og stjórnaði. Hann lagði til að nýjum lið nr. 3 yrði bætt við fundinn, Fundargerð 23. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 1. september 2020. Númeraröð annarra liða breytist til samræmis. Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1.            Fundargerð 14. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar, dags. 23. september 2020

Til máls tók Siggeir Stefánsson og lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn ítrekar ósk sína um að tekið verði saman minnisblað um markaðsmál sveitafélagsins, þ.e. samningar sem eru í gangi, hvað er innifalið í þjónustunni og kostnaður. Mikilvægt að átta sig á hver þörfin er og þá í framhaldinu er hægt að  auglýsa eftir einstaklingi/fyrirtæki í kynnismál fyrir sveitafélagið.

Fundargerðin staðfest af Þorsteini Ægi Egilssyni og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.

2.            Fundargerð 16. fundar velferðar- og fræðslunefndar, dags. 29. september 2020

a.            Liður 2, Jafnréttisstefna og framkvæmdaáætlun Langanesbyggðar 2020-2023

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir Jafnréttisstefnu og framkvæmdaáætlun Langanesbyggðar 2020-2023. Sveitarstjóra falið að kynna áætlunina innan sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest af Þorsteinn Ægir Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.

3.            Fundargerð 23. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 1. september 2020

b.            Liður 1, Hafnartangi á Bakkafirði – áningarstaður við ysta haf, tillaga að deiliskipulagi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að auglýsa tillögu að

deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest af Þorsteinn Ægir Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.

4.            Fundargerð 24. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 22. september 2020

Fundargerðin staðfest af Þorsteinn Ægir Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.

5.            Fundargerð 4. fundar dreifbýlisráðs dags. 25. júní 2020

c.            Liður 1. Skipulag fjallskila.

Bókun um afgreiðslu: Afgreiðslu málsins frestað.

Samþykkt samhljóða.

d.            Liður 5b Grenjaleit og vetrarveiði

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að efna til fundar, með sveitastjórnarmönnum, með veiðimönnum og öðrum áhugamönnum um refaveiðar í Langanesbyggð

Samþykkt samhljóða

Fundargerðin staðfest af Þorsteinn Ægir Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.

6.            Íbúðir í Miðholti

Lagt fram minnisblað með samskiptum sveitarstjóra við framkvæmdastjóra Heimavalla vegna íbúða í Miðholti, dags. 9. september 2020.

7.            Leiðbeiningar samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins vegna samvinnu sveitarfélaga, mál SRN 17120082, dags. 20. ágúst 2020

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða kröfur ráðuneytisins um lagfæringar á samstarfssamningum við önnur sveitarfélög og kynna fyrir byggðaráði.

Samþykkt samhljóða

8.            Aðalfundarboð veiðifélags Sandvíkur, dags. 22. september 2020

Aðalfundarboð veiðifélags Sandvíkur, sem boðaður er sunnudaginn 25. október 2020 að Eyjahrauni 40 í Þorlákshöfn. Einnig voru kynntar hugmyndir Björns Ágústs Björnssonar um kaup hans á 50% hlut sveitarfélagsins í jörðinni Nýjabæ.

Bókun um afgreiðslu: Sveitastjóri fer með atkvæði Langanesbyggðar inn á aðalfund félagsins fyrir árið 2020.

Samþykkt samhljóða.

9.            Minnisblað vegna mögulegrar aðkomu ríkisins að Finnafjarðarverkefninu, dags. 29. sept. 2020

Minnisblað Sigurvins Ólafssonar lögfræðings um mögulega aðkomu ríkisins að Finnafjarðarverkefninu, dags. 29. september 2020, vegna fundar með sveitarstjórnarmönnum Vopnafjarðarhrepps og Langanesbyggðar, 2. október nk. lagt fram.

10.          Tímasetning fundar um framtíðaraðgerðir vegna Vers

Ákveðið að stefna að fundi með verkfræðifyrirtækinu Faglausn  vegna framtíðaraðgerða vegna íþróttamiðstöðvarinnar Vers.

Bókun um afgreiðslu: Sveitastjóra er falið að finna tíma fyrir fundinn.

Samþykkt samhljóða.
 

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:00.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?