Fara í efni

28. fundur byggðaráðs

11.07.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

28. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 11. júlí 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson og Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði furndargerð.

Á fundinn mætti Kristín Kröyer frá Umhverfisstofnun, fulltrúar frá matvælastofnun og svörðuðu spurningum á Teams varðandi mengun á Heiðarfjalli, beit, mengun í vötnum, þýðingu fyrir landeigendur og mótvægisaðgerðir. Einnig sátu undir þessum lið fulltrúar í Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd. Skjöl merkt 00.01, 00.02 og 00,03. Fundir ákveðnir í framhaldi 26 ágúst og 30 september. kl. 15:00. Niðurstöður úr frekari sýnatökum munu liggja fyrir í vetrarbyrjun og í framhaldi af því verða næstu skref ákveðin.

Fundargerð

1. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 949 frá 13.06.2024
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga nr. 950 frá 13.06.2024
Fundargerðin lögð fram

3. Fundargerð 12. fundar Jarðasjóðs 25.06.2024.
Fundargerðin lögð fram

4. Fundargerð 28. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 02.07.2024.
Fundargerðin lögð fram

5. Fundargerð 20. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar frá 28.05.2024
Fundargerðin lögð fram

6. Fundargerð 5. fundar menningarsjóðs Langanesbyggðar frá 22.05.2024
Fundargerðin lögð fram

7. Fundargerð 6. fundar menningarsjóðs Langanesbyggðar frá 27.06.2024
Fundargerðin lögð fram

8. Verkfundur 18 v/Nausts 12.06.2024
08.1 Fylgiskjal 18. Verkfundar.
Í fylgiskjalinu eru sýndar skemmdir sem hafa komið í ljós og gert var við.

Lagt fram til kynningar

9. Verkfundur 19 v/Nausts 22.06.2024
Fundargerðin lögð fram

10. Verkfundur 4 vegna hafnarframkvæmda 31.05.2024
Fundargerðin lögð fram

11. Verkfundur 5 vegna hafnarframkvæmda 13.06.2024
Fundargerðin lögð fram

12. Verkfundur 6 vegna hafnarframkvæmda 20.06.2024
Fundargerðin lögð fram

13. Verkfundur 7 vegna hafnarframkvæmda 24.06.2024
Fundargerðin lögð fram

14. Fundargerð aðalfundar „Greiðar leiðar“ 13.06.2024
     14.1 Ósk um hlutafjáraukningu í „Greið leið“.
Hlutafélagið „Greið leið“ óskar eftir því við hluthafa að hlutafé verði aukið um 2 milljónir króna á genginu 1 til að fjármagna áfallin rekstrarkostnað á þessu ári sem og áætlaðan rekstrarkostnað á næsta ári. Samkvæmt meðfylgjandi lista er hlutur Langanesbyggðar 0,47% og forkaupsréttur kr. 9.413.-
     14.2 Listi yfir hluthafa í Greið Leið

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir aukningu hlutafjár og greiðslu á forkaupsrétti kr. 9.413.-

Samþykkt samhljóða.

15. Verkfundur 1 sorpmóttökustöð við Háholt frá 02.07.2024
Fundargerðin lögð fram

16. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – svar til Sambands ísl. sveitarfélaga 27.06.2024  
     16.1 Viljayfirlýsing um skólamáltíðir – með fyrirvara 03.07.2024
Samband ísl. sveitarfélaga óskaði eftir staðfestingu á því hvort sveitarfélögin hafi tekið ákvörðun um gjaldfrjálsar skólamáltíðir vegna samninga við Starfsgreinasambandið. Bókun sveitarstjórnar 21.03.2024 um málið send til Sambandsins.

Lagt fram til kynningar

17. Umsókn um styrk frá Langanesbyggð til Bakkasystra 03.06.2024
Bakkasystur hafa farið fram á styrkt frá Langanesbyggð vegna „Grásleppunnar“ 2024 að upphæð 300.000.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að styrkja Bakkasystur um rk. 300.000.-

Samþykkt samhljóða.

18. Styrkur til Langanesbyggðar úr styrktarsjóði EBÍ 13.06.2024
     18.1 Listi yfir styrkþega.
Langanesbyggð hefur hlotið styrk úr styrktarsjóði EBÍ árið 2024 að upphæð kr. 600.000.- vegna verkefnisins „Kynlegir kvistir - sögur gegnum tímans rás í Langanesbyggð“. Kistan sér um framkvæm verkefnisins.

Lagt fram til kynningar

19. Styrkvegafé úthlutun 2024
Vegagerðin hefur samþykkt styrk af „styrkvegafé“ til Langanesbyggðar vegna verkefnisins „Miðfjarðarheiði og Kverkártungu“ að upphæð kr. 1.500.000.-. Sótt var um kr. 3 milljónir króna m.a. til heflunar á hluta Öxarfjarðarheiðar.

Lagt fram til kynningar.

20. Umsagnarbeiðni Bryggjudagar 02.07.2024
Stjórn Bryggjudaga hefur lagt fram umsagnarbeiðni um tækifærisleyfi vegna skemmtanahalds í tengslum við bæjarhátíðina.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita leyfið fyrir sitt leiti.

Samþykkt samhljóða

21. Áætlun um tengingu ljósleiðara í Langanesbyggð
     21.1 Upplýsingar vegna lagningu ljósleiðara á Þórshöfn.
     21.2 Styrkt ljósleiðaravæðing lögheimila utan markaðsvæða í þéttbýli 2024-2025
Tengi hefur lagt fram áætlun um tengingu ljósleiðara á Þórshöfn. Jafnframt er lagt fram upplýsingablað til íbúa um hvernig staðið verður að framkvæmdinni og hvernig þeir tengjast ljósleiðara ásamt kostnaði.
Í gögnum eru einnig skilmálar fjarskiptasjóðs vegna styrkveitinga við lagningu ljósleiðara. Styrkurinn er að upphæð kr. 80.000.- fyrir hvert staðfang. Unnið er að því í samvinnu við Tengi að fá styrk greiddan og ennfremur að fá allar upplýsingar í gögnum 21 og 21.1 á Word formi til að upplýsa íbúa.

Lagt fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:30.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?