Fara í efni

29. fundur byggðaráðs

08.08.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

29. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 8. ágúst 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Fundargerð 29. fundar skipulags- og umhverfisnefndar 24.07.2024
    01.1 Ósk frá „Landslag“ um heimild til að breyta aðalsk. og vinna deilisk.
    01.2 Skipulagslýsing
    01.3 Drög að leigusamningi við landeigendur Skeggjastaða, óundirritaður
    01.4 Bókun skipulagsnefndar.

Landslag, f.h. North Adventure óskar eftir heimild til að breyta aðalskipulagi og vinna deiliskipulag þjónustu og verslunarsvæðis fyrir Skeggjastaði.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð heimilar fyrir sitt leyti að lýsing vegna aðalskipulagsbreytingar og deiliskipulags verði auglýst skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 40. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 10. fundar hafnanefndar 22.07.2024
     02.1 Bókun hafnarnefndar vegna kostnaðar við hafnarframkvæmdir

Bókun um afgreiðslu: Sá fundur sem hafnarnefnd óskaði eftir fór fram 6. ágúst s.l. Ráðgerður er fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, skipulagsnefndar, hafnarnefndar og byggðaráði eftir 15. ágúst til að fara yfir stöðu framkvæmda.

Samþykkt samhljóða.

Bókun L-lista: Fulltrúar L-lista taka undir bókun Hafnarnefndar og lýsa óánægju sinni sem og áhyggjum vegna þeirrar framúrkeyrslu sem orðið hefur á verkinu. Þessi niðurstaða eins og hún blasir við í dag kemur fulltrúum L-lista hins vegar ekki á óvart. Á fyrri stigum málsins gerðu fulltrúarnir athugasemdir við undirbúning og ákvarðanatöku í verkefninu en stjórnendur sveitarfélagsins hafa ekkert hlustað á þau sjónarmið. Þessi fjárhagsstaða á verkefninu sannar það að verkið hefur verið unnið allt of hratt og ákvarðanatökur illa ígrundaðar.

Það skal tekið fram að ekkert mat eða gögn liggja fyrir um að verkefnið sé til samfélagslegra hagsbóta.

Bókun H-lista: Fram hefur komið að líklegur umframkostnaður hafnarsjóðs sé 5. milljónir króna.

3. Fundargerð 13. fundar Jarðasjóðs 23.07.2024
Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 8. verkfundar vegna hafnarframkvæmda 09.07.2024
Fundargerðin lögð fram.

5. Naust – 1. rýnifundur vegna 2. áfanga framkvæmda 18.07.2024
Fundargerðin lögð fram.

6. Styrkt ljósleiðaravæðing lögheimila í þéttbýli 2024-2026 02.07.2024
     06.1 Beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Þórshöfn.
     06.2 Hnitsetning staðfanga í Langanesbyggð.

Fjarskiptasjóður styrkir ljósleiðaravæðingu í þéttbýli. Lagt fram bréf sjóðsins um skilmála fyrir styrkveitingu. Einnig lögð fram beiðni um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lóða og lista yfir hnitsetningu lóða á Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að veita Tengi framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á Þórshöfn samkvæmt meðfylgjandi beiðni og korti.

Samþykkt samhljóða.

7. Fjarvarmaveita á Bakkafirði – minnisblað 15.07.2024
Lagt fram til kynningar.

8. Kynnisferð til Oulu í Finnlandi, kostnaður.
Lögð fram kostnaðaráætlun vegna hugsanlegrar kynnisferðar til Oulu í Finnlandi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til valkost tvö, 12- 16. nóvember. Bókuð verði eins manns herbergi fyrir 7 sveitarstjórnarmenn og 3 starfsmenn, þar með talinn verkefnastjóra Gunnar Már. Honum er jafnframt falið að hefja nauðsynlegan undirbúning og fá staðfesta þátttöku.

Samþykkt samhljóða.

9. Fundarboð aðalfundar Fjallalambs, haldinn 12.08.2024
Fundarboð lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Oddvita falið að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 12:40.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?