29. fundur byggðarráðs
29. fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 22. október 2020. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann Hafberg Jónasson rekstrarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og stjórnaði.
Hann lagði til að nýjum lið yrði bætt síðast við dagskrána Götulýsing í Langanesbyggð, minnisblað til byggðaráðs frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvarinnar. Samþykkt.
Fundargerð
1. Fundargerð verkefnisstjórnar Hafnartangans á Bakkafirði, dags. 30. september 2020
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundagerðir hverfaráðs Bakkafjarðar, dags. 30. september og 14. október 2020
Fundagerðirnar staðfestar. Samþykk: Þorsteinn Ægir Egilsson og Mirjam Blekkenhorst, hjáseta Siggeir Stefánsson.
3. Verkfundagerðir vegna dýpkunar Þórshafnar nr. 2 og 3 dags. 1. september og 1. október 2020
Fundagerðirnar lagðar fram.
4. Fundargerð Hafnarnefndar, dags. 21. október 2020
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur heilshugar undir afstöðu hafnarnefndar og felur sveitarstjóra að kanna hver kostnaður yrði við dýpkun innsiglingarrennu og athafnarsvæði uppsjávarskipa í a.m.k. 9,5 m.
Samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð FFPA, dags. 16. október 2020
Fundargerðin lögð fram.
Siggeir Stefánsson lagði fram svohljóðandi bókun: U-listinn ítrekar þá skoðun sína að ráðinn verði verkefnastjóri til að sjá um verkefnið fyrir hönd sveitarfélaganna. Það hefur sýnt sig undanfarin ár að nauðsynlegt er að fá aðila til að halda utan um verkefnið. Það er mjög margt gagnrýnisvert í því hvernig haldið hefur verið utan um verkefnið síðustu árin.
6. Erindi frá SAF og FHG, dags. 13. október 2020
Erindi frá SAF og FHG, dags. 13. október 2020, upphaflega sent til SSNE en framsent til sveitarfélaganna, lagt fram.
7. Samkomulag við Gletting ehf. um söfnun endurnýjanlegs úrgangs á Bakkafirði, dags. 14. október 2020
Lagt fram samkomulag við Gletting ehf., dags. 14. október 2020, um söfnun endurnýjanlegs úrgangs á Bakkafirði og jafnvel víðar. Samkomulagið felur í sér endurgreiðslu á hluta aksturskostnaðar við söfnun endurnýjanlegs úrgangs og skilum á honum.
Samþykkt samhljóða.
8. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 15. október 2020
Erindið felur í sér heimild til að seinka afgreiðslu fjárhagsáætlunar um tvær vikur eða til 31. desember nk. Erindið lagt fram.
9. Rammaáætlun fyrir árið 2021 – 1. drög
Fyrstu drög að rammaáætlun ársins 2021 lögð fram.
Stefnt að halda fund í byggðaráði með deildarstjórum 5. nóvember nk. og vinnufund sveitarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar eftir fyrri umræðu í sveitarstjórn um miðjan nóvember, en þar verður tekin ákvörðun um útsvarsálagninu næsta árs og aðrar breytingar gjaldskrám sveitarfélagsins.
10. Viðhaldsáætlun Vers
Í framhaldi af vinnufundi sveitarstjórnar 5. október sl. var farið fram á að Faglausn ehf. gerði tillögur að aðgerðar- og viðhaldsáætlun fyrir alla íþróttamiðstöðina Ver. Heildarkostnaður við þessa áætlun eru áætlaðar 5,5 m.kr. auk vsk. Áætlaður kostnaður á þessu ári er um 2,5 m.kr. og 3 m.kr. á árinu 2021 vegna þessa verkefnis.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir framlagða áætlun og felur sveitarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka við fjárhagsáætlun vegna vinnu við framlagða viðhaldsáætlun.
Samþykkt.
11. Götulýsing í Langanesbyggð
Fram er lagt minnisblað forstöðumanns um götulýsingu í Langanesbyggð. Skv. því er gert ráð fyrir um 1,5 m.kr. í viðhaldskostnað og endurbætur við götu- og göngustígalýsingu á Þórshöfn í vetur, auk kostnaðar við lýsingu á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela sveitarstjóra að leggja fram tillögu að viðauka fyrir næsta fund sveitarstjórnar með kostnaði kr. 1.500.000, við götulýsingu á árinu 2020.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25.