3. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
3. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 22. september 2022. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson formaður, Þorsteinn Ægir Egilsson, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir og jörn S. Lárusson sveitarstjóri.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Hann óskaði eftir að 10. liður yrði tekinn inn fyrst þar sem verkefnastjóri gerði grein fyrir lánamöguleikum.
Var það samþykkt og var því næst gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Langanes - friðlýsingarkostir. Kynning á fundi með Umhverfisstofnun
Sveitarstjóri og Þorsteinn varaformaður skipulagsnefndar gerðu grein fyrir fundi með Umhverfisstofnun um næstu skref í friðlýsingu.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar því að verkefnið verði unnið áfram af stofnuninni en leggur áherslu á að haft verði, hér eftir sem hingað til, gott samtarf og samband við viðkomandi landeigendur og skipað í samstarfshóp samkvæmt tímalínu verkefnisins þar sem fulltrúar landeigenda eigi sína fulltrúa. Málinu vísað aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.
Samþykkt samhljóða
2. Erindi frá Eflu vegna vindmælinga
Komið hafa fram athugasemdir um leyfi sem veitt var til vindmælinga við Staðarsel þar sem fram kemur í beiðninni að veita eigi leyfi til vindmælinga á Brekknaheiði.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að halda fund með viðkomandi og koma þeim sjónarmiðum til EFLU og við sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða
3. Nýsköpunarhús á Þórshöfn – ósk um breytingar á samningi
ÞÞ hefur farið fram á breytingar á samningi þannig að allur styrkur frá Jöfnunarsjóði (10 milljónir á þessu ári og 10 milljónir á næsta ári) renni til vinnuhópsins og að fulltrúi SSNE og Langanesbyggðar komi inn í hópinn. Áætlun breytist í samræmi við það, verkefnið verður samfellt til loka.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð fellst fyrir sitt leyti á breytingar á samningi og leggur áherslu á að vinnuhópur upplýsi byggðaráð og eftir atvikum sveitarstjórn um gang mála með reglulegum fundargerðum. Sveitarstjóra falið að vera fulltrúi Langanesbyggðar í hópnum Gunnar Már Gunnarsson verði varafulltrúi.
Samþykkt samhljóða
4. Breytingar á samningi við Faglausn
Breytingar hafa verið gerðar á samningi við Faglausn þannig að ákvæði sem skilja má sem „einkarétt“ er fellt niður. Því er Langanesbyggð heimilt að skipta við aðra sem samningsefnið nær til. Nafn samningsins verður „Þjónustusamningur“. Taxtar í samningi verða óbreyttir og taka ekki breytingum skv. vísitölu.
Bókun um afgreiðslu: Gerðar hafa verið breytingar á gr. 1.3 og 1.4. Í gr. 1.3. eru felld út orðin „í öllum tilfellum“ og „ávallt“. Í gr. 1.4 eru fellt úr orðið „er“ og í staðinn kemur orðið „getur. Þá orðast greinin þannig: Í tilteknum tilfellum getur sveitarfélagið leitað eftir þjónustu annarra verkfræðistofu sem starfar á sama sviði, einkum þar sem meiri sérþekking er til staðar varðandi það tiltekna verk eða þann tiltekna verkþátt sem um ræðir, ellegar það henti betur af öðrum ástæðum að mati sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða
5. Ósk um leigu á Fjarðarvegi 5
Lögð fram beiðni frá einstaklingi í Langanesbyggð um leigu á eftri hæð Fjarðarvegar 5 þegar núverandi leigusamningur við Lyngholt rennur út 31 október.
Bóku um afgreiðslu: Málinu vísað til stjórnar Fjarðarvegar 5 ehf. þar sem fjallað verður almennt um framtíðar leigu og hugsanlegt eignarhald.
Samþykkt samhljóða
6. Tillaga að reglum um úthlutun lóða í Langanesbyggð
Sveitarstjóri leggur fram tillögur um úthlutunarreglur lóða í Langanesbyggð í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir lóðum.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar og athugasemda.
Samþykkt samhljóða
7. Erindi frá sveitarstjóra varðandi skipulag Suðurbæjar
Ábendingar hafa komið um að jarðvegur í efri hluta skipulags Suðurbæjar sé ef til vill ekki vel til fallinn til húsbygginga. Óskað er eftir heimild til að kanna jarðveginn.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra heimilt að láta kanna jarðveginn samkvæmt þeim kostnaðartölum sem koma fram í erindinu. Upphæðin færist á kostnað við gerð deiliskipulags Suðurbæjar.
Samþykkt samhljóða
8. Umboð til sveitarstjóra um prókúru og bankaviðskipti
Lagt fram.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða
9. Endurgreiðsla á styrk frá SSNE vegna beitarskúrsins
Vinnuhópur um menningarmiðstöð í Röstinni nýtti ekki styrk sem úthlutað var til miðstöðvarinnar af SSNE. Greitt hefur verið til Langanesbyggðar 80% af styrknum. Ekki verður úr framkvæmdum á þessu ári þannig að endurgreiða þarf styrkinn.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að endurgreiða það sem greitt hefur verið en leggur til að sótt verði um aftur fyrir næsta ár.
Samþykkt samhljóða
10. Tilboð í lán fyrir Langanesbyggð frá lánastofnunum og mat á lánamöguleikum
Valdimar Halldórsson verkefnastjóri sveitarstjórnar kynnti lánamöguleika sem Langanesbyggð stendur til boða ásamt stöðu lána sveitarfélagins.
Bókun um afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar til frekari umræðu.
Samþykkt samhljóða
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.10.