31. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
31. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 3. október 2024. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Gunnar Már Gunnarsson kom inn á fund undir 5 lið.
Fundargerð
1. Ársreikningur fyrir Drekasvæðið ehf. fyrir árið 2023
Ársreikningurinn lagður fram.
Bókun um afgreiðslu : Ársreikningur samþykkur og samþykkt hefur verið að leggja fyrirtækið niður þar sem það þjónar ekki lengur tilgangi sínum.
Samþykkt samhljóða.
2. Ársreikningur Finnafjarðarhafnar GP fyrir árið 2023
Ársreikningurinn lagður fram.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir ársreikninginn.
Samþykkt samhljóða.
3. Ársreikningur Finnafjarðarhafnar slhf. fyrir árið 2023
Ársreikningurinn lagður fram
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir ársreikninginn.
Samþykkt samhljóða.
4. Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í Reykjavík 9. október
Boðað er til aðalfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga miðvikudaginn 9. október á Hilton Nordica kl. 16:00. Lagt fram til kynningar.
5. Lækkun húshitunarkostnaðar
a. Minnisblað frá Gunnari Má Gunnarssyni vegna lækkun húshitunarkostnaðar
Minnisblaðið er um tillögu 4 um eflingu samfélagsina um mögulega jarðhitaleit í Langanesbyggð og kortlagningu jarðhitakosta.
Gunnar Már Gunnarsson kom á fundinn og svarar fyrirspurnum og ræðir innihald minnisblaðsins og fleiri mál.
05.1 Hagvarmi kynning
05.2 Drög að ráðgjafasamningi 1.5 áfangi
05.3 Drög að ráðgjafasamningi 2.5 áfangi
b. Minnisblað til Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti vegna varmadæluvæðingar í Langanesbyggð.
Oddviti hefur ritað minnisblað til ráðuneytisins um varmadæluvæðingu heimila í Langanesbyggð þar sem sett er fram hugmynd:
„Að sett verði af stað verkefni þar sem metin verður hagkvæmi þess að setja upp varmadælukerfi til hitunar á rafkynntu húsnæði. Verkefnið næði til allra heimila innan sveitarfélagsins, hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli“
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra og Gunnari Má að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
6. Öruggara NE. Svæðisbundið samráð um varnir gegn ofbeldi og afbrotum á NE. frá lögreglustjóranum á NE.
Bréf frá lögreglustjóranum á NE um svæðisbundið samstarf um „Öruggara Norðurland eystra“ þar sem sett eru fram markmið og fyrirkomulag samráðs um aðgerðir gegn ofbeldi og þjónustu við þolendur á svæðinu.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leiti að taka þátt í samráðinu eins og því er lýst í bréfi lögreglustjóra og vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:52.