Fara í efni

32. fundur byggðaráðs

31.10.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

32. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 31. október 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Gunnlaugur Steinarsson, Þorsteinn Ægir Egilsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Á fundinn mæta fulltrúa HSÞ á Temas undir 1 lið.

Fundargerð

1. Endurnýjun rekstrarsamnings við HSÞ – Fulltrúi HSÞ verður á Teams
Sveitarstjórn fól byggðaráði að ræða við HSÞ um endurnýjun rekstrarsamnings.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin tekur jákvætt í að endurnýja samning við HSÞ að fjárhæð 1.000 kr. á íbúa og felur sveitarstjóra að ganga frá slíkum samningi í samráði við aðra sveitarstjóra í Þingeyjarsýslum og leggja fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

2. Fundargerð 4. fundar ungmennaráðs 15.08.2024
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð 5. fundar ungmennaráðs 09.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

Liður 5 tekinn út – Ungmannaþing í Langanesbyggð 2025.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að gert verði ráð fyrir 1.000.000 kr. á árinu 2025 ef ungmennaþing verður haldið í Langanesbyggð.

Samþykkt samhljóða.

4. Drög að samningi við Ágúst Ágústsson vegna skólaaksturs frá og að Þórshöfn frá skólasvæði norðan Þórshafnar.
Samningurinn er til 3ja ára og gildir frá og með skólaárinu 2024/2025 til og með skólaárinu 2026/2027

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

5. Innkaupareglur og innkaupastefna Langanesbyggðar (Drög – endurskoðun)
Skrifstofustjóri hefur samkvæmt 11. lið fundargerðar á 36. fundi sveitarstjórnar 19.09.2024 langt fram tillögu að Innkaupastefnu fyrir sveitarfélagið. Ennfremur eru gerðar minniháttar breytingar á innkaupareglum um ábyrgð og ferla.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin vísar stefnunni með áorðnum breytingum til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

6. Lögð fram tillaga að gjaldskrárhækkunum og útsvarsprósentu
Byggðaráð gerir að tillögu sinni hækkanir á gjaldskrá og útsvarsprósentu fyrir árið 2025 sem koma fram í meðfylgjandi skjali. Almenn hækkun gjaldskrár verður 5,5% og útsvar óbreytt eða 14,97%. Gjaldskrár verða útfærðar, hver fyrir sig miðað við þessa hækkun og lagðar fyrir næsta reglulega fund byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Skrifstofustjóra falið að útbúa drög að gjaldskrám í samræmi við þessar forsendur.

Samþykkt samhljóða.

7. Lögð fram fyrstu drög að áætlun um fjárfestingar og viðhald 2025 ásamt þriggja ára áætlun eftir yfirferð vinnufundar byggðaráðs 22.10.2024.
Í þessum fyrstu drögum er áætlun um fjárfestingar og viðhald deilda og í heild fyrir árið 2025 og þriggja ára áætlun. Áætlunin var fyrst lögð fyrir vinnufund byggðaráðs 22. október s.l.

Einnig eru lagðar fram sérstaklega kostnaðaráætlanir, hönnun og áfangaskipting vegna framkvæmda við Naust og skólalóðir leikskólans og grunnskólans.

Bókun um afgreiðslu: Nefndin leggur til að 43.000.000 kr. verði settar í fjárhagsáætlun til framkvæmdar á leikskólalóða á næsta ári og velferðar- og fræðslunefnd verði falið að rýna tillögur að leikskólalóð með tillit til stærðar og annarra þátta sem upp kunna að koma.
Grunnskólalóð verði sett á 3ja ára áætlun.
Nefndin leggur til að farið verði í framkvæmd, samkvæmt tillögu 1b í viðbyggingu Nausts, og lagt verði 100.000.000 kr. í þá framkvæmd á árinu 2025 og innanhúss framkvæmdum lokið á árinu 2026.
Nefndin leggur fram framlögð drög inn í áætlunarvinnu sem næst verður tekinn fyrir á vinnufundi byggðaráðs 18. nóvember n.k.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:59.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?