Fara í efni

33. fundur byggðaráðs

28.11.2024 12:00

Fundur í byggðaráði

33. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 28. nóvember 2024. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Gunnlaugur Steinarsson, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Hilma Steinarsdóttir skólastjóri Grunnskólans kom inn á fund undir 1. lið.
Þórarinn J. Þórisson slökkviliðsstjóri kom inn á fund undir 2. lið.

Oddviti lagði fram tillögu um að beita afbrigðum og taka inn erindi frá stjórn bryggjudaga nr. 22 þar sem farið er fram á styrk vegna hátíðar 2025.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Erindi skólastjóra Grunnskólans.
Skólastjóri hefur lagt fram hugmyndir um breytta röðun á áfangaskiptingu framkvæmda við lóð skólans. Skólastjóri mætti á fundinn til að gera grein fyrir hugmyndum sínum.
     01.1 Skýrsla BSI um aðalskoðun leiksvæða
     02.1 Grunnmynd hönnunar lóðar Grunnskólans
     01.3 – 01.6 Áfangaskipting framkvæmda við Grunnskólann.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur vel undir hugmyndir skólastjóra og vísar upphæð beiðninnar til þriðja liðar fundarins.

Samþykkt samhljóða.

2. Bréf slökkviliðsstjóra til sveitarstjórnar 20.11.2024
Slökkviliðsstjóri varpar fram í bréfi sínu hugmyndum um endurskipulagningu slökkviliðs Þórshafnar og hugsanleg framtíðaráform. Slökkviliðsstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir efni bréfsins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð tekur vel undir hugmyndir slökkviliðsstjóra og vísar upphæð beiðninnar til þriðja lið fundarins.

Samþykkt samhljóða.

3. Fjárhagsáætlun yfirlit A og B hluti
     03.1 Fjárfestingar og viðhald 2025 (útgáfa 8).
Uppfærð útgáfa af fjárhagsáætlun A og B hluti ásamt breytingum á fjárfestingum og viðhaldi, uppfært.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð gerir að tillögu sinni eftirfarandi breytingar á fjárfestingum:
Til lóðar við grunnskóla verði veitt 38 milljónum á árinu 2025.
Til viðgerðar á sparkvellinum verði veitt 8,2 milljónum árið 2025.
Til slökkviliðs verði veitt 45 milljónum á árinu 2025 og 26 milljónum á 3 ára áætlun.
Nefndin vísar áætluninni með áorðnum breytingum til síðari umræðu í sveitarstjórn 12.12.2024
Byggðaráð mælist til þess að velferðar- og fræðslunefnd verði til samráðs um framkvæmdir á skólalóðum.

Samþykkt samhljóða.

4. Fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 9.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

5. Fundargerð 77. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 13.11.2024
Fundargerðin lögð fram.

6. Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 9.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

7. Fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélagafélaga nr. 82 frá 22.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

8. Fundargerð Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 83 frá 29.10.2024
Fundargerðin lögð fram.

9. Fundargerð framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Þingeyinga bs. frá 8.07.2024
Lögð voru fram drög að fundargerð skömmu eftir fund. Hinsvegar láðist að fá undirritun framkvæmdastjórnar sem nú liggur fyrir. Framkvæmdastjórn samþykkti á fundinum að skipa Rúnar Bjarnason og Gerði Sigtryggsdóttur í skiptastjórn eftir að öll aðildarfélögin samþykktu að leggja Héraðsnefndina niður.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar samþykkir fyrir sitt leiti skipun skiptastjórnar.

Samþykkt samhljóða.

10. Skýrsla EFLU um raforkuverð á Íslandi frá 2005-2024
Skýrslan lögð fram til kynningar.

11. Stjórnsýsluúttekt Strategíu á stjórnsýslu Langanesbyggðar.
Skýrslan verðu lögð fram á kynningarfundi sveitarstjórnar og deildarstjóra mánudaginn 2. desember kl. 16:00. Sveitarstjórn, byggðaráð og deildarstjórar geta gert athugasemdir fram að þeim tíma – allir hafa fengið skýrsluna í hendur.
Lagt fram til kynningar

12. Beiðni um fjárstyrk frá félagi eldri borgara vegna ferðar.
Félag eldri borgara hefur sent beiðni um fjárstyrkt vegna ferðar félagsins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til fjárstyrk að upphæð kr. 400.000.-.

Samþykkt samhljóða.

13. Bréf til sveitarfélaga frá Stígamótum um fjárstyrk vegna ársins 2025.
Félagið fer ekki fram á ákveðna upphæð en minnir á mikilvægi starfsins.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að samtökin verði styrkt um kr. 100.000.- á árinu 2025.

Samþykkt samhljóða.

14. Erindi frá lögreglustjóranum á NE með tillögu um framlag sveitarfélaga til starfsemi Bjarmahlíðar.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að orðið verði við óskum um framlag samkvæmt bréfi lögreglustjóra til sveitarfélaga og Langanesbyggð leggi til kr. 200.000.- til Bjarmahlíðar á árinu 2025.

Samþykkt samhljóða.

15. Tilboð um langtímalán frá Lánasjóði sveitarfélaga og Landsbankanum.
Lagt fram tilboð um tvo valkosti vegna hugsanlegs láns frá Lánasjóði sveitarfélaga og tilboð um lán frá Landsbankanum. Boðið er upp á lánaflokk LSS55 og LSS39 með uppgreiðsluheimild hjá LS.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að sveitarstjóri fái umboð sveitastjórnar til að semja við Lánasjóð sveitarfélaga um lán allt að 150. milljónum í lánaflokknum LSS55.

Samþykkt samhljóða.

16. Framhald af verkefninu Betri Bakkafjörður – Brothætt byggð. Tillaga frá sveitarstjóra.
Sveitarstjóri leggur fram meðfylgjandi tillögu að framhaldi á verkefninu Betri Bakkafjörður.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera drög að auglýsingu í samræmi við starfslýsingu og í samráði við byggðaráð.

Samþykkt samhljóða.

17. Lögð fram drög að gjaldskrám fyrir sveitarfélagið fyrir árið 2025. Breytingar á gjaldskrám eru merktar með rauðu í drögum.
Gjaldskrár sem hækka um 3,5% eru:
   A) Gjaldskrár tónlistar- grunn og leikskóla
   B) Gjaldskrá frístundar., tónlistar og leikskóla frá 1.9.2024
   C) Gjaldskrá Íþróttamiðstöðvar
Aðrar gjaldskrár hækka um 5,5%
Mismunandi hækkun er vegna samkomulags um að gjöld sem sérstaklega snerta barnafjölskyldur hækki ekki umfram 3,5%

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að fjárhæðir vegna tjaldsvæðis verði rúnaðar að næsta hundraði að öðru leiti fyrir sveitarstjórn í núverandi mynd.

Samþykkt samhljóða.

18. Erindi frá sóknarpresti um geðrækt á vegum kirkjunnar.
Sóknarprestur fer fram á framlag til fyrirlestrar halds á vegum kirkjunnar. Kostnaður er á bilinu 150-200 þúsund.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að framlag sveitarfélagsins verði allt að kr. 200.000.- til fyrirlestrahalds um geðrækt.

Samþykkt samhljóða.

19. Laugaskóli 100 ára.
Laugaskóli verður 100 ára haustið 2025. Af því tilefni er í ráði að ráðast i nokkur verkefni til að minnast tímamótanna. Sjá meðfylgjandi bréf frá skólameistara.

Bókun um afgreiðslu: Langanesbyggð tekur jákvætt í erindið en leggur til að fjármunir verði nýttir úr eignum Héraðsnefndar og leggur til við slitastjórn Héraðsnefndar að athuga styrkupphæð sem gæti samsvarað 3 ára arðgreiðslna sjálfandafljóts vegna Þingeyjar.

Samþykkt samhljóða.

20. Svar umboðsmanns Alþingis við kvörtun Þorsteins Ægis Egilssonar dags. 25.10.2024
Úrskurðurinn lagður fram:
Umboðsmaður Alþingis „segist ekki hafa forsendur til að gera, í tilefni af kvörtun yðar, athugasemdir við ákvörðun byggðaráðs um að hætta við ráðningu í starf forstöðumanns íþróttamannvirkis sveitarfélagsins“

21. Svar Innviðaráðuneytis við kvörtun L lista frá 21.11.2024
Úrskurðurinn lagður fram:
Það er niðurstaða ráðuneytisins að úrskurður oddvita sveitarfélagsins Langanesbyggðar, um að neita kjörnum fulltrúa um stutta bókun við dagskrárlið 13 á fundi sveitarstjórnar þann 14. desember 2023, hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Ráðuneytið telur hins vegar ekki að ástæða sé til að fella úr gildi úrskurð oddvita og er málinu lokið að hálfu ráðuneytisins.

22. Erindi frá bryggjuráði vegna beiðni um styrk vegna bryggjudaga 2024 -2025
Stjórn bryggjudaga óskar eftir 800.000 kr. fyrir árið 2025.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir umbeðna fjárhæð.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 14:26

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?