34. fundur byggðaráðs
34. reglulegur fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 4. febrúar 2021. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, sem einnig ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Fundargerð
1. Umsóknir um rekstur gisti- og veitingaaðstöðu á Bakkafirði
Lögð fram greinargerð sveitarstjóra vegna viðræðna við þau sem buðu í rekstur tjaldsvæðis, gistingar og verslunar á Bakkafirði.
2. Samningur við íslenska gámafélagið, endurnýjun eða útboð
Samningur við Íslenska gámafélagið frá 2017 lagður fram. Gildistími hans er til 31. júlí nk.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að útboði á sorphirðu í Langanesbyggð. Byggðarráð óskar er eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar um málið.
Samþykkt samhljóða.
3. Verkfundargerðir vegna dýpkun hafnarinnar ásamt verksamningi
Fundagerðir dags. 23.11.2020 og 28.01.2021 lagðar fram. Einnig verksamningur vegna viðbótardýpkunar í 9,5 m á snúningssvæði uppsjávarskipa og innsiglingu, dags; 28.01.2021. Hlutur sveitafélagsins kemur til greiðslu á næsta ári skv. samkomulagi við verktaka.
4. Lóð á Hafnartanga 4 á Bakkafirði
Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir og Jón Marinósson hafa tilkynnt að þau hafi hætt við byggingu húss á lóðinni þar sem nýtt deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir byggingu af því tagi sem þau höfðu hugmyndir um, þ.e. bragga.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að greiða þeim kostnað fyrir niðurrif á bragganum, skv. mati þriðja aðila.
Samþykkt samhljóða.
5. Sameiginlegur fundur sveitarstjórna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.
Ákveðið hefur verið að halda sameiginlegan fund sveitarstjórna Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps 11. febrúar n.k. með fulltrúum samgöngu- og sveitarstjórnar-ráðuneytisins.
6. Samráð fámennra sveitarfélaga
Lagt fram vinnuskjal frá samráðshópi fámennra sveitarfélaga vegna ákvæða í frumvarpi til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga dags. 3. febrúar 2020.
7. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt umsögn.
Frumvarpið lagt fram ásamt drögum að umsögn og greinargerð með þeim.
Samþykkt að vísa umsögninni til næsta fundar sveitarstjórnar.
8. Drög að viðhaldsáætlun fyrir Ver
Viðhaldsáætlun með tímaplani og verklýsingu lögð fram. Einnig drög að kostnaðaráætlun og sundurliðun kostnaðar.
Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að halda aukafund í sveitarstjórn um framkvæmdirnar við fyrsta hentuga tækifæri.
Bókun frá U listanum: U listinn fagnar framkominni viðhaldsáætlun sem er hægt að vinna nánar með og er þetta í samræmi við það sem við höfum kallað eftir í mörg ár.
Samþykkt samhljóða.
9. Tillögur að framkvæmdaáætlun og útliti skrifstofu að Langanesvegi 2
Lagðar fram tillögur og teikningar vegna innréttinga á fyrirhuguðu skrifstofuhúsnæði sveitarfélagsins að Langanesveg 2 ásamt kostnaðaráætlun, sundurliðun kostnaðar og tímaplani.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10