34. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
34. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 16. janúar 2025. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir varaoddviti, Júlíus Sigurbjartsson, Margrét Guðmundsdóttir, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Fundargerð
1. Fundargerð sameiginlegs fundar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 06.12.2024.
Fundargerðin lögð fram
2. Fundargerð hluthafafundar – Fjárfestingafélags Þingeyinga frá 30. desember.
Fundargerðin lögð fram
2.1 Kaupsamningur á milli Fræ ehf. (seljanda) og Fjárfestingafélags Þingeyinga (kaupanda) að hlutabréfum í Fjallalambi og Seljalaxi. 30.12.2024
2.2 Kaupsamningur á milli Langanesbyggðar (seljanda) og Fjárfestingafélags Þingeyinga á hlutabréfum í Fjallalambi og Seljalaxi. 30.12.2024
Kaupsamningarnir lagðir fram.
3. Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands vegna Flugklasans.
Markaðsstofa Norðurlands hefur tilkynnt að tekist hafi samningar við öll sveitarfélög á Norðurlandi eystra um stuðning við verkefnið á árinu 2025, þ.á.m. Akureyri. Fyrra erindi var sett í bið þar til þessi niðurstaða lægi fyrir.
Bókum um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir umbeðin styrk sem nemur kr. 500.- á íbúa (600) eða kr. 300.000- á árinu 2025.
Samþykkt samhljóða.
4. Tilkynning um öryggisbrest til Persónuverndar vegna árásar á Wise.
Fyrirtækið Wise sem Langanesbyggð á í samskiptum við varð fyrir tölvuárás og hefur farið fram á það við viðskiptavini sína að tilkynna til Persónuverndar hafi upplýsingar verið teknar frá viðskiptavinum. Ekkert slíkt hefur komið í ljós er varðar Langanesbyggð.
Starfsfólk skrifstofu mun verða í sambandi áfram við Wise um hugsanlegar afleiðingar og ráðstafanir þeim tengdum.
Lagt fram til kynningar.
5. Tómar íbúðir í Langanesbyggð.
HMS hefur sent lista til sveitarfélagsins yfir þær íbúðir/lönd/lóðir þar sem enginn er skráður búsettur. Kunnugir hafa farið yfir listann og leiðrétt.
Leiðréttur listi hefur verið sendur HMS en bæta má við og laga eftir hentugleika.
Lagt fram til kynningar.
6. Ósk um viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna kaupa á löndunarkrana.
Í ljós kom við flutning að löndunarkrani var skemmdur þannig að það er mat hafnarvarðar að ekki borgi sig að gera við hann. Hann gerði tillögu til hafnarstjóra um kaup á nýjum krana. Kaupverð nýs krana er kr. 8,6 milljónir m. vsk. sem fæst endurgreiddur.
6.1 Viðauki við fjárhagsáætlun 2025.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir kaupin á nýjum löndunarkrana kr. 7.757.000.- (án vsk.) sem fari á fjárfestingu hafnarinnar á Þórshöfn. Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A og B hluta eykst úr 327.607.000.- í 335.364.000.- Handbært fé í árlok minkar úr 102.489.000.- í 94.732.000.- Málinu vísað málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
7. Beiðni um styrk frá Álkum“ vegna ferðalaga á keppnismót.
Blakfélagið Álkur hefur ritað sveitarfélaginu bréf þar sem farið er fram á styrk vegna ferðakostnaðar félagsins. Meðfylgjandi er yfirlit yfir keppnishelgar og ferðakostnað. Upphæðin sem farið er fram á er kr. 250.000.-
Bókun um afgreiðslu: Málinu frestað til næsta fundar byggðaráðs.
Samþykkt samhljóða.
8. Umsókn um tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga frá Þorrablótsnefnd dags. 10.01.2025
Þorrablótsnefnd 2025 hefur sótt um tækifærisleyfi fyrir áfengisveitingar á Þorrablóti sem haldið verður 1. febrúar í Íþróttamiðstöðinni VER frá kl. 19:30 – 23:30.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrir sitt leiti að nefndinni verði veitt leyfi samkvæmt beiðninni.
Samþykkt samhljóða.
9. Fundargerð 27. fundar íbúafélagsins Brák frá 07.01.2025
Fundargerðin lögð fram
10. Uppsögn á samningi við North East Travel
10.1 Samningur frá 9.11.2022
Tillaga byggðaráðs um að segja upp samningi við North East Travel með þeim fyrirvara sem er í 15 gr. samningsins.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningnum verði sagt upp með þeim fyrirvara sem kemur fram í 15. gr. hans.
Samþykkt samhljóða.
11. Erindisbréf Náttúruverndarnefndar Þingeyinga
Náttúruverndarnefnd Þingeyinga var skipuð í umboði Héraðsnefndar Þingeyinga bs. á grundvelli stofnsamnings byggðasamlagsins. Nú þegar því ferli lýkur að leggja niður Héraðsnefnd fer héraðsnefndin fram á að hvert og eitt sveitarfélag taki að sér hlutverk Náttúrverndarnefndar. Byggðaráð leggur til að skipulags- og umhverfisnefnd taki þetta hlutverk að sér og að erindisbréfi nefndarinnar verði breytt í samræmi við það.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að þau verkefni sem Náttúruverndarnefnd Þingeyinga fór með verði falin skipulags- og umhverfisnefnd og óskar eftir áliti nefndarinnar á málinu.
Samþykkt samhljóða.
12. Fundaplan 2025
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 12:36.