Fara í efni

35. fundur byggðaráðs

13.02.2025 12:00

35. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 13. febrúar 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Fundargerð

1. Fundargerð Fjárfestingafélags Þingeyinga frá 17.01.2025.
     01.1 Kaupsamningur Langanesbyggð.
     01.2 Kaupsamningur Fræ.
     01.3 Fréttatilkynning Fjárfestingafélagsins janúar 2025.
Gengið hefur verið frá sölu á hlutabréfum Langanesbyggðar og Fræ ehf. á hlutum þeirra í Fjallalambi ehf. og Seljalax ehf. Byggðastofnun hefur lagt Fjárfestingafélaginu til 39% hlutafjár. Þetta er gert samkvæmt heimild sem sveitarstjórn gaf. Þessi gjörningur er gerður samkvæmt neðangreindri samþykkt.

Tekið fyrir á 25. fundi sveitarstjórnar 25. janúar 2024.
"Þann 28. apríl 2023 sendi FÞ erindi til sveitarstjórnar Langanesbyggðar um stofnun eignarhaldsfélags innan FÞ um hlutafjáreign sveitarfélaganna. Sveitarstjórn Langanesbyggðar tók jákvætt í erindið um að leggja það hlutafé sem er í eigu sveitarfélagsins inn í eignarhaldsfélagið á 16. fundi sínum 11. maí s.l. . Það hefur tekið sinn tíma fyrir sveitarstjórnir að taka afstöðu um þátttöku og þá hvaða félög það vildi láta inn í eignarhaldsfélagið sem yrði hluti af FÞ. Við að leggja FÞ til hlutafé í eigu sveitarfélaganna styrkir það starfsemina auk þess sem fyrir liggur vilyrði frá Byggðastofnun um að leggja félaginu til hlutafé sem næmi allt að 39% af heildarhlutafé. Fyrir liggur að Langanesbyggð á 10,2% hlut í FÞ en óvíst er um hvert hlutfallið verður ef af þessu verður.

Hjá Langanesbyggð er um að ræða hluti félagins í Fjallalambi hf. að nafnvirði eftir niðurfærslu hlutafjár kr. 5.057.585.- og í Seljalax kr. 24.000.-. Þar að auki á Fræ ehf. hlutabréf í fyrirtækinu Skör ehf að nafnvirði kr. 2 milljónir, Drekasvæðinu ehf. kr. 500 þúsund og í Atvinnuþróunarfélaginu að nafnvirði kr. 1.233.418.-

Fyrirtæki Skör ehf. hefur verið selt meðeiganda og fyrirtækið Drekasvæðið hefur verið lagt niður.

Til máls tóku Björn Lárusson, Sigurður Þór Guðmundsson, Júlíus Sigurbjartsson og Þorsteinn Ægir Egilsson.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn Langanesbyggðar samþykkir að sveitarfélagið auki hlut sinn í Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. Hlutafjáraukningin verður greidd með hlutabréfum í Fjallalambi hf. og Seljalaxi hf. og miðast við bókfært verð í ársreikningi 2022.
Skilyrði þess að áfram verði unnið að málinu er að Byggðastofnun komi að félaginu og eigi allt að 39% hlut.

Til máls tóku Júlíus Sigurbjartsson, Björn Lárusson og Þorsteinn Ægir Egilsson.
Samþykkt með 4 atkvæðum þeirra Sigurðar, Margrétar, Hjartar og Huldu. Þorsteinn, Þórarinn og Júlíus sátu hjá".

Málið lagt fram til kynningar þar sem því er lokið samkvæmt fyrri samþykktum sveitarstjórnar.

2. Fundargerð nr. 78. stjórnar sveitarfélaga á köldum svæðum frá 15.01.2025.
Fundargerðin lögð fram.

3. Fundargerð ársfundar Brákar 2023 frá 15.01.2025.
Fundargerðin lögð fram
     03.1 Fundargerð 28. fundar stjórnar Brákar hses. Sveitarstjóri gerði grein fyrir hugsanlegum breytingum á íbúðafélaginu.
Fundargerðin lögð fram.

4. Greinargerð HMS um tómar íbúðir.
     04.1 Listi yfir tómar „íbúðir“ í Langanesbyggð (litir eftir póstnúmerum).
Lagt fram til kynningar.

5. Kaupsamningur og afsal Fossorka 12.01.2025.
     05.1 Úrsögn stjórnarmanna úr stjórn Fossorku.
Félagið Fossorka var eign Langanesbyggðar, Rarik, Ísfélags og Landsbankans. Félagið hafði verið óvirkt í mörg ár og ekki skilað ársreikningi frá 2019. Sekt hafði safnast upp vegna þessa. Samningar tókust á meðal eigenda um að selja fyrirtækið til KPMG án greiðslu en með því að kaupandi greiddi sekt sem safnast hafði upp vegna þess að ekki var skilað ársreikningum frá 2019.
Á 111. Fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar 12.3.2020 var eftirfarandi samþykkt:
     "12. Fossorka hf. – af skráning eða sala
Oddviti lagði fram svohljóðandi tillögu: Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að sækja aðalfund Fossorku hf. fyrir hönd sveitarfélagsins og greiða atkvæði með því að félaginu verði slitið eða það selt. Einnig er samþykkt að fela sveitarstjóra að kanna eigu og aðkomu Langanesbyggðar að óvirkum félögum og samtökum og uppfæra skráningar og gera tillögu til sveitarstjórnar eða byggðaráðs um sölu eða slit þeirra félaga.
Til máls tók Siggeir Stefánsson.
Samþykkt með sex atkvæðum. Siggeir Stefánsson sat hjá".

Ekkert varð úr að félagið yrði slitið eða það selt á þeim tíma. Þráðurinn var tekinn upp af núverandi sveitarstjóra og samningar tókust um sölu fyrir andvirði sektar að upphæð um 900. þúsund.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir sölu á Fossorku til KPMG.
Samþykkt samhljóða.

6. Húsnæðisáætlun Langanesbyggð uppfærsla fyrir 2025.
Áætlunin lögð fram til kynningar.

7. Beiðni um styrk frá Kvennaathvarfinu á NE landi – hlutfall miðað við íbúafjölda.
Kvennaathvarfið á Akureyri hefur lagt fram beiðni til sveitarfélaga á NA landi vegna húsaleigu kr. 4 milljónir. Styrkurinn er miðaður við fólksfjölda og er hlutur Langanesbyggðar 1,75% eða kr. 70.000.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 70.000.- til Kvennaathvarfsins vegna húsaleigu.
Samþykkt samhljóða.

8. Beiðni um styrk frá Álkum vegna ferðakostnaðar.
Álkur hafa sent beiðni um styrk að upphæð kr. 250 þúsund til að taka þátt í Íslandsmóti. Heildarkostnaður félagins er kr. 1,5 milljónir króna.
Halldóra lýsti yfir vanhæfi og vék af fundi.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir beiðnina um styrk að upphæð kr. 250 þúsund.

Samþykkt samhljóða.

9. Beiðni um styrk vegna myndbandsgerðar frá miðstöð slysavarna barna.
Herdís Storgaard f.h. „Miðstöðvar slysavarnar barna“ hefur sent erindi til Langanesbyggðar um styrk vegna myndbandsgerðar um fræðslu fyrir foreldra um slysavarnir ungra barna á á heimilum og öryggi þeirra í bílum í samvinnu við heilsugæsluna. Farið er fram á kr. 50.000.-

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð styrkir verkefnið ekki að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

10. Beiðni um styrk vegna Grásleppunnar á Bakkafirði 2025
Lögð fram beiðni frá hátíðinni „Grásleppunni“ um styrk til hátíðarinna. Ekki er tiltekin upphæð fyrir hátíðina en heildarkostnaður við hana er kr. 2,1 milljón króna.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að styrkja hátíðina um 1.100.000 kr. árið 2025.

Samþykkt samhljóða.

11. Erindi frá félagsmiðstöð um styrk vegna þátttöku í Söngvakeppni félagsmiðstöðva á Sauðárkróki.
Áætlað er að rútuferð kosti 400 þúsund kr. Félagsmiðtöðin hefur áður tekið þátt í söngvakeppninni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir styrkbeiðnina og felur sveitarstjóra í samráði við æskulýðs- og tómstundarfulltrúa að koma fjárþörf félagsmiðstöðvar framvegis í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

12. Fundargerð 21. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar.
11.1 Umsóknir um starf samfélagsfulltrúa á Bakkafirði, tillaga sveitarstjóra.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóri leggur til að samið verði við umsækjanda nr. 7. Svanhildi Arnmundsdóttur um starfið. Sveitarstjóra falið að semja við Svanhildi um að taka að sér starfið frá og með 1. apríl n.k.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:14.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?