Fara í efni

36. fundur byggðaráðs

06.03.2025 13:00

Fundur í byggðaráði

36. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 6. mars 2025. Fundur var settur kl. 13:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri og Bjarnheiður Jónsdóttir skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti fór fram á að taka liði 6, 7, 8 og 9 með afbrigðum þar sem gögn bárust ekki fyrr en eftir að fundarboð var sent upphaflega.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Íbúakönnun á Bakkafirði í lok verkefnisins „Brothætt byggð“.
Lögð fram til kynningar.

2. Drög að nýju samkomulagi við kirkjuna um líkhús.
Kirkjan fer fram drög að nýjum samningi vegna starfsemi líkhúss í kjallara kirkjunnar. Samningurinn felur í sér hækkun á húsaleigu.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann.

Samþykkt samhljóða.

3. Ósk UMFL um viðauka við samning frá 1. júní 2021 með áorðnum breytingum.
UMFL fer fram á viðauka við samning frá 1. júní 2021 með áorðnum breytingum þannig að forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar starfi ekki á vegum UMFL í júní til ágúst og Langanesbyggð greiði öll laun hans þann tíma.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fellst á beiðni UMFL og felur sveitarstjóra að gera heildarsamkomulag sem byggi á þeim samningum sem eru í gildi og ósk um viðauka við samning.

Samþykkt samhljóða.

4. Skilvirkni og umbætur skjalamála – stafvæðing sveitarfélaga. Verktillaga frá KPMG.
Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa haft með sér samstarf um að kanna möguleika til rafrænnar stjórnsýslu sem miðast við stærð sveitarfélagana. KPMG hefur lagt fram verktillögu sem felur í sér umbætur í skjalamálum og ferlum. Sveitarstjórar eru sammála um að taka fá skref en örugg í einu í þessum málum og leggja fyrir byggðaráð (hreppsráð) meðfylgjandi tillögu sem fyrsta skref.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fellst á verktillöguna og felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að fylgja henni eftir. Byggðaráð óskar eftir að fá nánari skýrslu og upplýsingar um næstu skref.

Samþykkt samhljóða.

5. Íbúaskrá Langanesbyggðar.
Lögð fram samkvæmt ósk byggðaráðs frá 35. fundi.

6. Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu – kynning – Trúnaðarmál.
Ríki og sveitarfélög hafa sammælast um breytta ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og í uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Breytingarnar eru liður í að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og styrkja fjárhag sveitarfélaga.
Með breytingunum gefst sveitarfélögum svigrúm til að verja meiri fjármunum í þá málaflokka sem þau bera ábyrgð á.
Lagt fram til kynningar.

7. Breyting á fundartíma byggðaráðs vegna fundar sem átti að vera 3. apríl.
Vegna þings SSNE þann 2-3 apríl er lagt til að önnur dagsetning verði fundin fyrir fund byggðaráðs.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð leggur til að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 1. apríl kl 12:00.

Samþykkt samhljóða.

8. Samningur um skólaakstur við Ævar Rafn Marinósson - Nýr samningur.
Nýr samningur þar sem eldri samningur rann út í ágúst s.l. Nýr samningur gildir frá 1.1. 2025. Þar með hafa allir samningar við skólabílstjóra verið samræmdir með ákvæðum um endurskoðun og gjald. Sveitarstjóri hefur kynnt sér fyrirkomulagið í Fjallabyggð og Hvalfjarðarstrandarhreppi og gerði grein fyrir því.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð staðfestir samninginn.

Samþykkt samhljóða.

9. Uppsögn forstjóra Nausts.
Forstjóri Nausts, Þóra Magnúsdóttir hefur frá og með mánaðarmótum mars/apríl sagt starfi sínu lausu. Uppsögnin tekur gildi 30. júní.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjórn þakkar Þóru fyrir vel unnin störf fyrir sveitarfélagið og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið laust til umsóknar samkvæmt umræðum á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:59.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?