Fara í efni

36. fundur byggðarráðs

25.03.2021 00:00

Fundur í byggðaráði

36. reglulegur fundur, byggðaráðs Langanesbyggðar haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn fimmtudaginn 25. mars 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri, sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

 

1. Fundargerð 9. fundar rekstrarstjórnar Nausts, dags. 16. febr. 2021

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 10. fundar hverfisráðs Bakkafjarðar, dags. 17. mars 2021

Fundargerðin lög fram.

3. Áskorun til sveitarfélaga frá Bændasamtökunum, dags. 16. mars 2021

Lagt fram.

4. Austfjarðartröllið 2021

Erindinu vísað til hverfisráðs Bakkafjarðar til umsagnar og sveitarstjóra falið að athuga með kostnað við þátttöku.

Samþykkt

5. Samningur um læknis- og hjúkrunarþjónustu við HSN vegna Nausts

Samningur lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu læknisþjónustu í Langanesbyggð í ljósi þess að núverandi læknar eru að láta störfum við vegna aldurs á næstu misserum.

Sveitarstjóra er falið af þessu tilefni að óska eftir upplýsingum HSN um framtíðarsýn embættisins á þessum málum.

Samþykkt.

6. Erindi Norðurþings, dags. 11. mars 2021 vegna samstarfssamnings um starfrækslu skipulags- og byggingarfulltrúa.

Upprunalegur samningur frá 2005 og svar sveitarstjóra, dags. 22. mars 2021 vegna erindisins lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Að mati byggðaráðs Langanesbyggðar er frammistaða Norðurþings við framkvæmd og innheimtu samkvæmt samstarfssamningi ekki boðleg.

Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa Norðurþings um uppgjör vegna kostnaðar við samninginn frá 2014 og á möguleikum á áframhaldandi samstarfi við Norðurþing. Enn fremur er sveitarstjóra falið að skoða aðrar mögulegar lausnir í starfsemi skipulags- og byggingarmálum sveitarfélagsins.

Samþykkt.

7. Samkomulag (drög) um rekstur gistiheimilis, verslunar, matsölu og tjaldsvæðis á Bakkafirði.

Drög að samningi við Þóri Örn Jónsson, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags um reksturinn, lagður fram.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra heimilað að ganga frá samningi á þeim forsendum sem liggja fyrir.

Samþykkt.

8. Óformlegar viðræður við Svalbarðshrepp

Tölvupóstur frá oddvita Svalbarðshrepps varðandi skipan fulltrúa til viðræðna lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að stefna að fyrsta fundi vegna óformlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna fljótlega eftir páska.

Samþykkt.

9. Næsti fundur byggðaráðs

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að næsti fundur byggðaráðs verði fimmtudaginn 15. apríl vegna fyrri umræðu um ársreikninga 2020.

Samþykkt.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:10.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?