Fara í efni

37. fundur byggðaráðs

01.04.2025 12:00

Fundur í byggðaráði

37. fundur byggðaráðs, Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, þriðjudaginn 1. apríl 2025. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Sigurður Þór Guðmundsson oddviti, Halldóra Jóhanna Friðbergsdóttir, Júlíus Sigurbjartsson, Björn S. Lárusson sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá mál nr. 7 um breytingar á lögum 145/2018 með afbrigðum.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerð

1. Fundargerð – Brák íbúðafélags hses. frá 04.03.2025.
Fundargerðin lögð fram

2. Fundargerð stjórnar MMÞ frá 10.03.2025
02.1 Erindi til sveitarfélaga vegna viðhalds á safnahúsi á Húsavík.
MMÞ er sjálfseignastofnun í eigu sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum og hefur yfirtekið eignir og rekstur frá Héraðsnefnd Þingeyinga sem fallið hafa undir Safnahúsið á Húsavík og Byggðasafn N-Þingeyinga á Snartastöðum. Unnið er að því að leggja Héraðsnefndina niður. Formaður stjórnar MMÞ hefur sent sveitarfélögunum erindi þar sem farið er fram á framlag til MMÞ vegna viðgerða á þaki Safnahússins á Húsavík. Heildarkostnaður viðgerðarinnar er áætlaður 35 milljónir króna og farið er fram á að Langanesbyggð greiði samkvæmt íbúafjölda kt. 3.889.604.- (íbúafjöldi 604, framlag pr. íbúa 6.440.-)

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir erindið að því gefnu að meðeigendur komi að verkinu. Sveitarstjóra falið að koma verkefninu fyrir í fjárhagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

3. Skilvirkni og ferlaumbætur skjalamála – verktillaga frá KPMG
03.1 Drög að samningi um ráðgjöf við ferlaumbætur skjalamála – KPMG
Unnið hefur verið að því að koma á skipulagi skjalamála og verkferla því tengdu. Þetta er hluti af rafrænni innleiðingu stjórnsýslu sveitarfélagsins. Verkefnið er unnið í samvinnu við Vopnafjarðarhrepp sem er í sömu aðstöðu og Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn. Byggðaráð óskar jafnframt eftir því að ráðinu verði gerð grein fyrir framvindu verksins.
Samþykkt samhljóða.

4. Kostnaðaráætlun sorpmóttökustöð – sundurliðun.
     01.1 Fjárveitingar og kostnaður við sorpmóttökustöð.
Lögð fram sundurliðuð kostnaðaráætlun vegna sorpmóttökustöðvar. Þar kemur fram upphafleg kostntaðaráætlun, hækkun vegna vísitölu, hækkun vegna stækkunar á húsi og lóð og ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið frá upprunalegri áætlun 2023. Einnig kostnaður við það sem lokið er, eftirstöðvar og áætlaður heildarkostnaður í lokin ásamt fjárveitingum til verksins.

Bókun um afgreiðslu: Lagt fram til umfjöllunar í byggðaráði og vísað til sveitarstjórnar samkvæmt ósk frá 42. fundi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

5. Breytt framkvæmda- og kostnaðaráætlun vegna Nausts 2025
Sveitarstjórn hefur samþykkt viðauka þar sem dregið er úr framkvæmdahraða við Naust en hraðað framkvæmdum við sorpmóttökustöð. Áhrifin á afkomu sveitarsjóðs eru engin.
Lagt fram til kynningar.

6. Tillaga að ráðningu forstöðumanns Nausts
Sveitarstjóri leggur til að Sylvía Jónsdóttir verði ráðin í starf forstöðumanns Nausts frá og með 1. maí 2025. Meðfylgjandi eru ferilskrár og kynningarbréf umsækjenda ásamt auglýsingu.
     06.1 Auglýsing, forstöðumaður Nausts.
     06.2 Umsækjandi 2 Ferilskrá
     06.3 Umsækjandi 2 Kynningarbréf
     06.4 Umsækjandi 1 Ferilskrá

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir tillögu sveitarstjóra.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsögn um breytingu á lögum 145/2018. Lög um veiðigjald.
Ríkisstjórnin hefur sett í samráðsgátt breytingar á lögum um veiðigjald nr. 145/2018. Þessi breyting kemur afar illa niður á sjávarútvegi í Langanesbyggð þar sem 44% útsvarstekna kemur frá greininni.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð Langanesbyggðar krefst svara við því hvaða áhrif frumvarpið kemur til með að hafa á tekjustofna sveitarfélagsins. Af heildarútsvarstekjum sveitarfélagsins koma 44% frá sjávarútvegi og lang mest af því frá fiskvinnslu. Sveitarstjóra falið að koma meðfylgjandi umsögn um frumvarpið í samráðsgátt, til þingmanna og atvinnumálanefndar Alþingis.

Samþykkt samhljóða.


Fundargerð lesin upp og samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 13:00.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?