Fara í efni

37. fundur byggðarráðs -aukafundur

09.04.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

37. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, aukafundur, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3, Þórshöfn föstudaginn 9. apríl 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, og Jónas Egilsson sveitarstjóri sem einnig ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Framkvæmdir við íþróttamiðstöðina Ver 2021

Lagt fram minnisblað Faglausnar „Ver minnisblað 2 Útboð – þak, viðgerð á burðarrömmum og viðbygging við svalir,“ dags. 25. mars 2021.

Almar Eggertsson var í fjarfundarsambandi og fór yfir framlagða áætlun sem gerð var í kjölfar samþykktar sveitarstjórnar 18. mars sl.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fara að Tillögu 2 á minnisblaðinu, þ.e. leið C. Enn fremur er samþykkt að gera nánari þarfagreiningu fyrir viðbyggingu og kostnaðaráætlun.

Einnig samþykkt að fela sveitarstjóra að gera kostnaðaráætlun fyrir útipott við sundlaugina og breytingar á útisvæði.

Samþykkt.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:25.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?