40. fundur í byggðaráði
Fundur í byggðaráði
40. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 27. maí 2021. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Halldór R. Stefánsson, Siggeir Stefánsson og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Fundargerð
1. Fundargerð 10. fundar rekstrarnefndar Nausts 10. maí 2021
Fundargerðin lögð fram.
2. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 218. fundur 03. mars 2021
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra, 219 fundur 21. maí 2021
Fundargerðin lögð fram.
4. Fundargerð úthlutunarnefndar Menningarsjóðs, 4. maí 2021
Fundargerðin lögð fram.
5. Fundargerð Betri Bakkafjörður nr. 20, 28. apríl 2021
Fundargerðin lögð fram.
6. Verkfundur nr. 2 Bakkafjörður ásamt verkstöðu vegna brimvarnargarðs.
Fundargerðin lögð fram.
7. Vegagerðin – verkfundur nr. 3
Fundargerðin lögð fram.
8. 2100510-12006 -Verkáætlun Langanesvegur 2
Lögð fram.
9. Ársreikningur HNE 2020
Ársreikningurinn lagður fram.
10. Eyðublaði og leiðbeiningar fyrir stöðuleyfi skv. 2.6.1 í byggingareglugerð
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð samþykkir eyðublað fyrir stöðuleyfi ásamt leiðbeiningum fyrir umsækjendur.
Samþykkt.
11. Fréttatilkynning verkefnastyrkir „Betri Bakkafjörður“ maí 2021. Í dreifingu.
Lagt fram.
12. Þjónustusamningur ISAVIA Langanesbyggð drög 30042021
Rekstrarhandbók fyrir Flugradíómann (AFSI) lögð fram ásamt drögum að nýjum þjónustusamningi.
Bókunum afgreiðslu: Málinu vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
13. Beiðni um styrk vegna hátíðar á Bakkafirði í júní.
Bókun um afgreiðslu: Byggðráð fagnar framtakinu og samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 250.000.-
Samþykkt.
14. Hugmyndir um að gera sögu Færeyinga skil á Bakkafirði.
Bókun um afgreiðslu: Erindinu vísað til umsagnar velferðarnefndra.
Samþykkt samhljóða.
15. Innkaupareglur Langanesbyggðar (drög, uppfærsla og orðalagsbreytingar)
Innkaupareglur 18.02.2010 núgildandi reglur.
Lagt fram og málinu vísað til sveitarstjórnar.
16. Samningskrafa Norðurþings v/ Byggingafulltrúa
Sundurliðun, uppgjör og greiðslur.
Bókun um afgreiðslu: Byggðarráð óskar eftir nánari skýringum á útreikningum.
17. Skógrækt í Langanesbyggð
Bókun um afgreiðslu: Lagt er til að hafinn verði stefnumótun vegna skógræktar í Langanesbyggð. Skógræktarráðgjafi verði ráðinn fyrir sveitarfélagið til að vinna þessa stefnumótun svo sem um plöntuval, ráðgjöf og um fýsileg svæði. Verkefninu verði áfangaskipt og unnið í samvinnu við starfandi skógræktarfélög í sveitarfélaginu.
Í byrjun er lagt til að svæði sem Skógræktarfélag Þórshafnar hefur sótt um til skógræktar við Fossá verði skipulagt sem skógræktarsvæði og gerður verði samningur við félagið um skógrækt á svæðinu. Einnig verði leitað til annarra félagasamtaka, skóla, fyrirtækja og stofnana um komu að skógrækt í sveitarfélaginu.
Þá er lagt til að hafinn verði undirbúningur að endurskoðun fyrirliggjandi svæða og eldri samninga um skógrækt í Langanesbyggð. Sú endurskoðun taki m.a. mið af byggðarþróun og breyttri landnýtingu á svæðinu. Með þessari vinnu er markmiðið sveitarfélagsins að auka kolefnisbindingu, skjólbeltaræktun og fleiri möguleikum.
Þá er lagt til að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir verkefnið og niðurstöður kynntar fyrir sveitarstjórn og tekið tillit til kostnaðar við verkefnið við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.
Samþykkt.
18. Fjallaskálar
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að heppilegum skála til að reisa og koma fyrir í Kverkártungu í stað núverandi skála. Leitað verði til bænda og annarra um að koma honum fyrir og reisa. Stefnt skal að því að skálanum verði komið fyrir áður en göngur hefjast í byrjun september nk.
Einnig er sveitarstjóra falið að leita samstarfsaðila að fjármögnum og mögulega rekstri skálans til næstu ára. Gerð verði kostnaðaráætlun og viðauki gerður við fjárhagsáætlun 2021, ef þörf er á.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:05.