41. fundur byggðaráðs, aukafundur
Fundur í byggðaráði
41. fundur, aukafundur, byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 15. júlí 2021. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Fundargerð
1. Niðurstöður útboðs á sorphirðu í Langanesbyggð
Lagðar fram niðurstöður úr útboði á sorphirðu í Langanesbyggð. Eitt tilboð barst frá Íslenska Gámafélaginu (ÍG) að samtals upphæð kr. 81.491.084. Einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra og minnispunktar lögfræðings sveitarfélagsins.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð hafnar framkomnu tilboði Íslenska gámafélagsins hf. í útboðinu „Sorphirða í Langanesbyggð 2021-2023.“ Höfnunin byggir á því að fyrirliggjandi tilboð er langt umfram kostnaðaráætlun sveitarfélagsins sem grundvallaðist fyrst og fremst á þeim verðum sem greidd eru fyrir þá þjónustu sem um ræðir samkvæmt gildandi þjónustusamningi aðila. Byggðaráð felur sveitarstjóra að tilkynna Íslenska gámafélaginu um höfnun tilboðsins. Samhliða er sveitarstjóra falið að óska eftir því við Íslenska Gámafélagið að það gangi til samningaviðræðna við sveitarfélagið um gerð nýs samnings í samræmi við útboðsskilmála um sorphirðu í sveitarfélaginu þar sem verð væru nær þeirri kostnaðaráætlun sem sveitarfélagið byggði á við útboðið. Í ljósi þess að núgildandi samningur sveitarfélagsins við Íslenska Gámafélagið fellur úr gildi þann 1. ágúst nk. er sveitarstjóra enn fremur falið að leita eftir því við Íslenska Gámafélagið, eða annan aðila eftir atvikum með fyrirvara um samþykki byggðarráðs, að gerður verði bráðabirgðasamningur um sorphirðu í sveitarfélaginu til tiltekins tíma þar til langtímasamningur kemst á. Sveitarstjóra falið að kanna áfram soprhirðukostnað í sambærilegum sveitarfélögum.
Ennfremur er málinu vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:38.