Fara í efni

42. fundur byggðaráðs

22.07.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

42. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 22. júlí 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst (Mætti kl.12:15), Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Fundargerð 217. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, dags. 20. janúar

Fundargerðin lögð fram.

2. Fundargerð 35. fundar skipulags- og umhverfisnefndar, dags. 19. júlí 2021

Liður 1, Umsókn um stöðuleyfi fyrir húsnæði úr færanlegum einingum

Lagður fram uppdráttur með fjórum möguleikum á staðsetningu

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögu um lóð til umsækjanda í samráði við skipulags- og umhverfisnefnd og umsækjanda.

Samþykkt samhljóða.

3. Fundargerð 8. fundar dreifbýlisráðs, dags. 15.06. 2021

Fundargerðin lögð fram.

4. Fundargerð 21. fundar verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar, dags. 27. maí 2021

Fundargerðinn lögð fram.

5. Fundagerðir úthlutunarnefndar menningarsjóðs nr. 1 og 2, dags. 4. maí og 25. júní 2021

Fundargerðirnar lagðar fram.

6. Þjónustusamningur um rekstur Þórshafnarflugvallar og AFIS, dags. 23. júní 2021

Samningurinn lagður fram.

7. Tilkynning um niðurstöður umsóknar um styrk vegna fráveituframkvæmda, dags. 9. júlí 2021

Erindið lagt fram.

8. Tilkynning um úthlutum úr Styrktarsjóði EBÍ 2020, dags. 22. júní 2021

Erindið lagt fram.

9. Svar við umsókn um fjárveitingu til styrkvega 2021, dags. 12. júlí 2021

Erindið lagt fram. Skv. tillögu dreifbýlisráðs verður styrkfjárhæðinni, 3,5 m.kr., varið til endurbóta á slóða inn í Kverkártungu.

10. Persónuverndarstefna Langanesbyggðar

Drög að persónuverndarstefnu Langanesbyggðar lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Tillögunni er vísað til næsta reglubundna fundar sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

11. Umboð til framlengingar þjónustusamnings um hjúkrunar- og dvalarheimili

Minnisblað sveitarstjóra lagt fram með tillögu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bókun um afgreiðslu: Samþykkt að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga heimild til að framlengja núverandi rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands út febrúar 2022.

Samþykkt samhljóða.

12. Kjör formanns kjörnefndar Langanesbyggðar

Tilkynning um afsögn Gunnlaugs Ólafssonar, dags. 10. júní 2021, um afsögn sem formanns kjörnefndar, af heilsufarsástæðum lögð fram að nýju.

Bókun um afgreiðslu: Björn S. Lárusson kosinn sem formaður yfirkjörnefndar Langanesbyggðar út kjörtímabilið. Hann mun einnig gegna störfum sem starfsmaður nefndarinnar. Jafnframt er Gunnlaugi Ólafssyni þökkuð góð störf í þágu íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

13. Staða framkvæmda við endurnýjun lagna við Langanesveg og Eyrarveg, verksamningur við BJ

Lögð var fram verklýsing vegna gatnaframkvæmda við Langanesveg og Eyrarveg 2021, ásamt kostnaðaráætlun. Einnig lagður fram verksamningur við BJ vinnuvélar vegna hlutar Langanesbyggðar í framkvæmdunum.

Bókun um afgreiðslu; Byggðarráð samþykkir framlagðan verksamning.

Samþykk; Þorsteinn og Mirjam. Á móti; Siggeir.

Bókun frá U lista: Við treystum okkur ekki til að samþykkja framlagðan verksamning og gerum athugasemd við vinnubrögð vegna undirbúnings að þessu verki og að ekki sé farið eftir innkaupareglum sveitarfélagsins.
Í samræmi við stærð á verki og innkaupareglum Langanesbyggðar hefði verið eðlilegt að bjóða verkið út eða gera aðrar þær ráðstafanir svo fleiri aðilar hefðu mögulega getað komið að verkinu.

14. Staða skoðunar á Veri

Lagðar fram greinargerðir um ástand burðarvirkis í sundlauginn í Veri frá Faglausn, Náttúrufræðistofnu Íslands og verkfræðistofunni Eflu.

Bókun um afgreiðslu: Í ljósi ástands hússins, er sveitarstjóra falið að afla nánari gagna um þá möguleika sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og boða jafnskjótt til vinnufundar sveitarstjórnar vegna þess.

Samþykkt samhljóða.

15. Staða framkvæmda og kostnaðaráætlun vegna Langanesvegar 2

Lagt fram minnisblað sveitarstjóra með yfirliti um kostnað og stöðu framkvæmda við nýjar skrifstofur við Langanesveg 2.

Bókun um afgreiðslu: Í ljósi aukins kostnaðar er sveitarstjóra falið að leggja fram endurskoðaða kostnaðaráætlun og viðauka við fjárhagsáætlun 2021.

Samþykkt; Þorsteinn, Mirjam. Situr hjá; Siggeir.

Bókun frá U listanum: Gerum athugasemdir við vinnubrögð og að ekki hafi verið samþykkt í sveitarstjórn stækkun á verki og aukin kostnaður við framkvæmdir við Langanesveg 2, Jónsabúð, áður en framkvæmdir hófust.
U listinn bendir ítrekað á að miklir möguleikar gætu falist í að nota Landsbankahúsið í samvinnu við aðra aðila fyrir allskonar starfsemi

Bókun frá L lista: Áform um stækkun hafa verið kynnt sveitarstjórnarmönnum og verkið er innan núgildandi kostnaðaráætlunar. Með afgreiðslu byggðarráðs undir þessum lið er sveitarstjóra falið að endurskoða núgildandi kostnaðaráætlun og gerður viðauki samhliða því. Meirihlutinn sér einnig mikla möguleika í húsnæði Landsbankans og verða þau mál skoðuð í nánustu framtíð.

Bókun frá U listanum: Það er rangt að kostnaður við framkvæmdir með viðbót sé innan núgildandi kostnaðaráætlunar.

16. Rekstraryfirlit, janúar til maí 2021

Rekstraryfirlit fyrir A og B-hluta fyrir tímabilið janúar til maíloka 2021 lagt fram. Skv. þessu yfirliti er tekjur um 5,6% hærri en áætlun gerði ráð fyrir og rekstrargjöld A hluta utan fjármagnsliða um 1,4% lægri. Afkoma B-hluta stofnana er um 6 m.kr. lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Afkoma A og B hluta er um 1% lakari en áætlun gerði ráð fyrir á tímabilinu.

17. Landsbankahúsið – framtíðarmöguleikar

Rætt um möguleika á nýtingu Fjarðarvegar 5 (Landsbankahúsinu) í framtíðinni.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að skoða málið í samræmi við umræður fundarins.

Samþykkt samhljóða.

Bókun frá U listanum: Það eru vonbrigði hvað lítið hefur gerst í þessu máli frá því í apríl 2021 þegar það var tekið fyrir í byggðráði. Ítrekum fyrri óskir um að sveitarfélagið skoði og hafi forgöngu um að stofnað verði einhverskonar nýsköpunar/ klasaverkefni í kringum húsnæði Landsbankans með áhugasömum öðrum aðilum.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:50.

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?