Fara í efni

43. fundur byggðaráðs

12.08.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

43. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 12. ágúst 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst varaformaður, Þórarinn Jakob Þórisson, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Jóhann H. Jónasson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Gangnaseðill 2021
Gangnaseðill Langanesbyggðar 2021, ásamt yfirliti með fjallskilagjöldum lagður fram.

2. „Aparóla“ gjöf frá Anetu og Dawid Potrykus
Lagt fram minnisblað með tölvupósti frá Anetu og Dawid Potrykus, þar sem fram kemur að þau vilja gefa Langanesbyggð það sem kallað er aparólu.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð þakkar góða gjöf þeirra hjóna og vísar ákvörðun um staðsetningu aparólunnar til skipulags- og umhverfisnefndar í samráði við skólastjóra Grunnskólans á Þórshöfn.

Samþykkt samhljóða.

3. Nýr starfsmaður verkefnisstjórnar Betri Bakkafjarðar
Nýr verkefnisstjóri fyrir Betri Bakkafjörð Gunnar Már Gunnarsson hóf störf á Bakkafirði um mánaðarmótin. Verkefnisstjórinn er ráðinn til starfa skv. samkomulagi við Byggðastofnun og SSNE (áður Eyþing) frá 2019.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð býður Gunnar Már velkominn til starfa og væntir góðs samstarfs við hann.

Samþykkt samhljóða.

4. Auglýsing ráðherra um starfhæfi sveitarstjórna, dags. 27. júlí 2021
Lögð fram til kynningar auglýsing með ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 27. júní, til tryggja starfhæfi sveitarstjóra og auðvelda ákvarðanatöku við stjórnun sveitarfélaga.

5. Samningur við Skyrora og viljayfirlýsing við Space Iceland
Lagður fram samningur við skoska fyrirtækið Skyrora Limited vegna afnota fyrirtækisins á landi undir fyrirhugað geimskot eldflaugar í haust. Einnig lögð fram drög að vilja yfirlýsingu um samstarf við Space Iceland.

6. Rekstraryfirlit fyrstu sex mánuði ársins og yfirlit kostnað vegna framkvæmda 2021
Yfirlit rekstrar Langanesbyggðar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, A og B hluta sveitarsjóðs, lagt fram. Einnig lagt fram rekstraryfirlit málaflokka ásamt framreikningum á afkomu ársins miðað við tölur 2020. Þá var lagt fram yfirlit um kostnað vegna framkvæmda á árinu 2021.

7. Starfsmannamál
Sveitarstjóri fór yfir væntanlegar breytingar starfsmannamálum. Hjúkrunarforstjóri Nausts fer í fæðingarorlof í lok ársins og hefur tilkynnt að hún muni láta af störfum í kjölfar þess. Einnig hefur rekstrarstjóri Langanesbyggðar tilkynnt um óskir á breytingu á hans starfi hjá sveitarfélaginu.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:41.

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?