Fara í efni

44. fundur byggðaráðs

02.09.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

44. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 fimmtudaginn 2. september 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson, formaður Mirjam Blekkenhorst (kom 12.35 og fór kl 14:00), Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Gunnar Már Gunnarsson verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar sat fundinn undir lið 1.
Hafsteinn Helgason frá og Ómar Tryggvason frá Summu sátu fundinn undir lið 4.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.

Fundargerð

1. Betri Bakkafjörður

Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, fór yfir stöðu verkefna á Bakkafirði.

2. Samantekt um rekstur hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts

Lögð var fram samantekt „Rekstur hjúkrunarheimilisins Naust í Langanesbyggð, greining á ýmsum þáttum í rekstri Nausts á árunum 2015-2021“ dags. í ágúst 2021 frá GAJ ráðgjöf slf.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar þessari samantekt og vísar henni til sveitarstjórnar í frekari umræðu og meðferðar. Enn fremur er samþykkt að vísa henni til rekstrarnefndar Nausts til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða.

3. Fjarðarvegur 5 – staða mála

Lögð fram drög að úttekt á viðhalds- og viðgerðarkostnaði á húsnæðinu að Fjarðarvegi 5. Sveitarstjóri greindi frá því að hann mun eiga fund með SSNE nk. mánudag um möguleika á skipulagi og rekstri „nýsköpunar- og fræðsluseturs“ í húsnæðinu. Hann ræddi einnig um möguleika á leigu eða kaupum á húsnæðinu.

4. Hugsanlegt samstarf um um uppbyggingu vindmyllugarða

Á fundinn mættu þeir Hafsteinn Helgason hjá Eflu og Ómar Tryggvason hjá Summu sem kynntu möguleika á uppbyggingu og rekstri vindmyllugarða í Langanesbyggð og á Vopnafirði. Lagt fram minnisblað, dags. 1 sept. 2021 um almennar upplýsingar og hugleiðingar um stöðu verkefnisins og mögulegt framhald.

Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:45.

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?