45. fundur byggðaráðs aukafundur
Fundur í byggðaráði
45. fundur, aukafundur, byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Fjarðarvegi 3 mánudaginn 13. september 2021. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson, formaður Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð.
Fundargerð
1. Kjörskrá vegna Alþingiskosninganna 25. september 2021
Kjörskrárstofn vegna Alþingiskosninganna 25. september 2021 lagður fram, ásamt bréfi frá Þjóðskrá, dags. 21. ágúst 2021 með leiðbeiningum um meðferð kjörskrárstofna vegna kosninganna.
Kjörskráin var undirrituð af oddvita og sveitarstjóra í samræmi við 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.
Bókun um afgreiðslu: Framlagður kjörskrárstofn er samþykktur í samræmi við 31. gr. samþykkta Langanesbyggðar og að skráin verði auglýst til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi.
Samþykkt samhljóða.
2. Fjarðarvegur 5 Þórshöfn
Sveitarstjóri lagði fram tillögu að tilboði sveitarfélagsins í Fjarðarveg 5.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að gera Landsbanka Íslands tilboð í Fjarðarveg 5 á Þórshöfn í samræmi við framlagt tilboð.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin upp lesin og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:17.