Fara í efni

48. fundur byggðaráðs

28.10.2021 12:00

Fundur í byggðaráði

48. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn að á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 fimmtudaginn 28. október 2021. Fundur var settur kl. 12:00.

Mætt voru: Mirjam Blekkenhorst varaformaður, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Jónas Egilsson sveitarstjóri og Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var því næst gengið til dagskrár.

Fundargerð

1. Húsaleigusamningar um Miðholt 11 og 13
Leigusamningar vegna Miðholts 11 og 13, við BJ 1998 ehf. lagðir fram, en þeir eru gerðir vegna leigu á húsnæði fyrir starfsfólks Langanesbyggðar og skuldbindinga um framboð á félagslegu húsnæði.

2. Bréf til sveitarstjórna varðandi breytingar á reikningsskilum sveitarfélaga
Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags. 11. október 2021, um breytingu á reglugerð 12122015, vegna reikningsskila sveitarfélaga lagt fram.

3. Bréf EBÍ um ágóðagreiðslu
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) um greiðslu ágóðahlutar til sveitarfélaga. Hlutur Langanesbyggðar á þessu ári eru kr. 144.000.

4. Styrktarbeiðni vegna minningartónleika um Ágúst Pétursson
Lögð fram beiðni um styrk vegna aðventutónleika til minningar um Ágúst Pétursson frá Höfnum, en tónleikarnir verða í Þórshafnarkirkju 28. nóvember nk.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð fagnar þessu framtaki og samþykkir að bjóða Bakkfirðingum á sætaferðir á tónleikana og heim aftur að þeim loknum, auk þess að bera annan tilfallandi kostnað sem er óverulegur.

Samþykkt samhljóða.

5. Ósk frá Alfreð Ólafssyni og Ívari Jónssyni um að Langanesbyggð kaupi hesthús og girðingar
Lagt fram erindi, dags. 26.okktóber 2021, frá Alfreð Ólafssyni og Ívari Jónssyni um ósk þeirra að Langanesbyggð leysi til sín hesthús þeirra við Hálsveg og nærliggjandi girðingar við Hálsveg við Þórshöfn.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að ræða við bréfritara og gera tillögu um samkomulag um mögulegt verð fyrir hesthúsið og skoða með hvaða hætti girðingar geti nýst fyrirhuguðu skógræktarverkefni sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

6. Minnisblað um áætlun í umhverfismálum í Langanesbyggð ásamt tímaáætlun
Minnisblað um áætlun í umhverfismálum í Langanesbyggð ásamt tímaáætlun lögð fram.

Bókun um afgreiðslu: Tillögunni vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari útfærslu um umhverfismál í víðara samhengi. Einnig er óskað áætlun um kostnað við framkvæmd þessarar áætlunarinnar.

Samþykkt samhljóða.

7. Umsókn um styrk vegna göngustígs á hafnargarði á Þórshöfn – skyringamyndir og frumkostnaðaráætlun
Lögð fram umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna gerð göngustígs eftir Suðurgarði við Þórshafnarhöfn, ásamt bílastæðum.

8. Skilavegir – drög að samningi við Langanesbyggð
Samningsdrög milli Vegagerðarinnar og Langanesbyggðar vegna Hafnargötu, nr. 91-02 frá Hraunstíg að verslunarhúsnæði, á Bakkafirði lögð fram. Þessi samningur er gerður á grundvelli 1. mgr. 9. gr. vegalaga nr. 80/2007 þar sem kveðið er á um yfirfærslu veghalds þjóðvega í þéttbýli til sveitarfélaga. Skv. samningi gengur Vegagerðin frá viðgerðum og lagfæringum á yfirborði, en sveitarfélagið fær 4,2 m.kr. vegna viðgerða á vegbúnaði, mannvirkja og götulýsingar.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

9. Kauptilboð í Fjarðarveg 5
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum hans við fulltrúa Landsbankans um mögulegt kaupverð í húsið að Fjarðarvegi 5.

Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra heimilað að ganga til viðræðna um kaup sveitarfélagsins á húsinu í samræmi við umræður fundarins, með fyrirvara um endanlegt samþykki sveitarstjórnar og um fjármögnum.

Samþykkt samhljóða.

10. Gjaldskrárhækkanir 2022
Minnisblað um tillögu að hækkun á gjaldskrám sveitarfélagsins fyrir árið 2022 lagt fram.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir um 4,2% hækkanir á verðskrám sveitarfélagsins á næsta ári. Samband íslenskra sveitarfélaga gerir almennt ráð fyrir að kostnaður sveitarfélaga hækki um 4,2% á sama tíma.

Samþykkt samhljóða.

11. Samningur um förgun bíla
Lögð fram drög að samningi við Bifreiðaverkstæði Hjartar að Stórholti 6 á Þórshöfn um móttöku og förgun bíla í Langanesbyggð.

Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:35.

 

 

Tengd skjöl

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?