52. fundur byggðaráðs
Fundur í byggðaráði
52. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2 fimmtudaginn 10. mars 2022. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Mirjam Blekkenhorst, Siggeir Stefánsson, Svala Sævarsdóttir sem ritaði fundargerð og Jónas Egilsson sveitarstjóri.
Erla Björk Þorgeirsdóttir var gestur fundarins í fjarfundarsambandi, undir lið 1 á fundinum.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki. Hann óskaði eftir nýjum lið, 11. lið sem er staðfesting kjörskrár. Var það samþykkt og var því næst gengið til dagskrár.
Fundargerð
1. Kynning á smávirkjunum
Erla Björk Þorgeirsdóttir frá Afli og Orku kynnti hugmyndir um smávirkjanir og svaraði spurningum.
2. Fundargerð rekstrarfélagsins Fjarðarvegar 5 ehf., dags. 24.02.2022
Fundargerðin lögð fram.
3. Fundargerð 9. fundar dreifbýlisráðs, dags. 14.02.2022
Fundargerðin lögð fram.
4. Beiðni um styrk frá 10. bekk Grunnskólans á Þórshöfn, dags. 21.02.2022
Beiðni um styrk vegna útskriftarferðalags 10. bekkjar í vor.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að styrkja 10. bekk um kr. 20 þús. pr. nemanda.
Samþykkt samhljóða.
5. Bókun sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu, dags. 02.03.2022
Lögð fram bókun bæjarráðs sveitarfélagsins Voga um Suðurnesjalínu 2 vegna frumvarps til laga á Alþingi, mál 353. Heimild til Landsnets um að leggja línuna í lofti.
6. Umsóknir um styrk fyrir stofnframlögum frá ríki (HMS) til bygginga eða kaupa á húsnæði á vegum sveitarfélaga. Umsóknarfrestur til 21. mars.
HMS auglýsir stofnframlög ríkisins til kaupa á húsnæði eða byggingu húsnæðis á vegum sveitarfélaga.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur sveitarstjóra að skoða nánar úthlutunarreglur fyrir umsókn og meta hvort ástæða sé til að sækja um stofnframlag.
Samþykkt samhljóða.
7. Afgreiðsla ársreikninga 2021 og aukafundur sveitarstjórnar 28. apríl nk.
Sveitarstjóri kynnti óskir endurskoðenda um dagsetningar á kynningu og afgreiðslu ársreikninga 2021.
Bókun um afgreiðslu: Tillögu um aukafund sveitarstjórnar 28. apríl nk. vísað til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
8. Drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands 24. mars nk.
Lögð fram drög að dagskrá heimsóknar forseta Íslands. Sveitarstjóra falið að kanna hjá sveitarstjórnarmönnum hvort hægt sé að færa næsta fund sveitarstjórnar fram um einn dag, til 23.mars.
9. Möguleg móttaka flóttamanna.
Til umræðu voru hugsanlegir möguleikar á móttöku flóttamanna í Langanesbyggð. Sveitarstjóra falið að skoða málið.
10. Teikningar af Veri lagðar fram.
Lagðar fram teikningar af breytingum á VERI frá Faglausn/Almari Eggertssyni.
Bókun um afgreiðslu: Teikningum vísað til skipulags- og umhverfisnefndar til nánari skoðunar og afgreiðslu. Ákveðið að efna fljótlega til vinnufundar með sveitarstjórn vegna málsins.
Samþykkt samhljóða.
11. Kjörskrá vegna sameiningakosninga 26. mars n.k.
Kjörskrárstofn vegna kosninga um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps lagður fram, ásamt bréfi frá Þjóðskrá, dags. 5. mars 2022 með leiðbeiningum um meðferð kjörskrárstofna vegna kosninganna. Á kjörskrá eru samtals 344 einstaklingar.
Kjörskráin var undirrituð af oddvita og sveitarstjóra í samræmi við 2. mgr. 24. gr. kosningalaga.
Bókun um afgreiðslu: Framlagður kjörskrárstofn er samþykktur í samræmi við 31. gr. samþykkta Langanesbyggðar og að skráin verði auglýst til skoðunar á skrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.45.