53. fundur byggðráðs
Fundur í byggðaráði
53. fundur byggðaráðs Langanesbyggðar, haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Langanesvegi 2, fimmtudaginn 7. apríl 2022. Fundur var settur kl. 12:00.
Mætt voru: Þorsteinn Ægir Egilsson formaður, Halldór Rúnar Stefánsson, Siggeir Stefánsson, Björn S. Lárusson skrifstofustjóri sem ritaði fundargerð og Jónas Egilsson sveitarstjóri.
Magnús Jónsson endurskoðandi sveitafélagsins var í fjarfundarsambandi undir lið 1.
Formaður setti fund og spurði hvort gerð væri athugasemd við fundarboð. Svo var ekki og var því gengið til dagskrár.
Fundargerð
1) Ársreikningar 2021
Lögð fram drög að ársreikningi fyrir árið 2021 ásamt samantekt rekstrar deilda. Greinargerð vegna Nausts. Magnús Jónsson endurskoðandi sveitarfélagsins fór yfir drög að ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir, við afgreiðslu á ársreikningi Langanesbyggðar fyrir árið 2021, að veita framlag til Nausts úr aðalsjóði sem nemur hlutdeild sveitarfélagsins í hallarekstri hjúkrunarheimilisins á árinu. Ársreikningi 2021 vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
2) Rekstraryfirlit fyrir A og B hluta fyrir janúar og febrúar 2022
Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar og febrúar 2022.
3) Undirbúningur sameiningar
Gert er ráð fyrir að nýtt sveitarfélag taki formlega til starfa 1. júní nk. á verði lokið við að samræma ársreikninga og áætlanir þeirra sem ný sveitarstjórn þarf að taka fyrir og afgreiða.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð felur endurskoðendum sveitarfélagsins að hefja undirbúning sameiningu ársreikninga og fjárhagsáætlana Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps fyrir árið 2022. Einnig er farið fram á að tekið verði saman yfirlit lána Langanesbyggðar með hliðsjón af því hvað er hægt og heppilegt að greiða með framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Þá verði sveitarstjóra falið að undirbúa framkvæmda- og fjárfestingaráætlun fyrir Jöfnunarsjóð vegna framlaga vegna sameiningar sveitarfélaganna.
Samþykkt samhljóða.
4) Umsókn um framlag vegna uppbyggingar atvinnu- og Nýsköpunarseturs
Bréf frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna umsóknar um framlag vegna uppbyggingar atvinnu- og nýsköpunarseturs á Þórshöfn.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að gera tillögur, í samráði við SSNE, að verkefnum ráðgjafa við sköpun nýrra atvinnutækifæra í sveitarfélaginu, sbr. bréf sveitarstjóra til Jöfnunarsjóðs, dags. 2. febrúar 2022.
Samþykkt samhljóða.
5) Fyrirhugaðar framkvæmdir 2022
Lagðir fram minnispunktar vegna framkvæmda við malbikun frá forstöðumanni Þjónustumiðstöðvar dags. 31.03.2022, minnisblað um frárennslisáætlun 2022 – 2030 frá skipulags- og umhverfisnefnd og minnisblað frá Faglausn um verklegar framkvæmdir 2022 og 2023 í framhaldi af útboðsferli sem lauk 31.03.2022 ásamt tímalínu framkvæmda.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar framkvæmdaáætlun til afgreiðslu í sveitarstjórn. Enn fremur er sveitarstjóra falið að hefja undirbúning að sköpun aðstöðu vegna framkvæmda við Ver í sumar.
Samþykkt samhljóða.
6) Fundargerð framhaldsstofnfundar Brákar hses, dags. 4. mars 2022
Fundargerðin lögð fram.
7) Styrktarsjóður EBÍ, erindi dags. 24. mars 2022
Bréf frá EBÍ um umsóknir í sjóð félagsins fyrir árið 2022 lagt fram.
8) Átak um hringrásarhagkerfið, erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. mars 2022
Bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um „Átak um Hringrásarhagkerfið“ lagt fram.
9) Fundargerð stjórnar FFPD, dags. 21. mars 2022 og erindi um framlengingu samnings um einkaafnot af landi, erindi frá FFPD, dags. 24. mars. 2022
Lög fram fundargerð stjórnar FFPD, bréf FFPD um framlengingu samnings til 2060 og minnispunktar Bonafide lögmanna dags. 5. apríl 2022.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins, þar sem ekki er hægt að verða við beiðni um framlengingu á þeim réttindum sem óskað er eftir í bréfi FFPD. Ljóst að aðilar samkomulagsins þurfa að sammælast um það hvers eðlis þau réttindi eru sem verið er að óska eftir framlengingu á og hvernig skuli unnið með þau. Enn fremur verður að ganga úr skugga um að þau réttindi sem um ræðir séu framseljanleg í þeim skilningi að mögulegt sé fyrir aðila að efna þær skuldbindingar og nýta þau réttindi sem kveðið er á um og að þau hafi raunverulegt efnislegt innihald.
Samþykkt samhljóða.
10) Samningar vegna rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila, framlenging og samkomulag um sameiginleg málefni
Lagt fram samkomulag um um framlengingu á samningi á milli Sjúkratrygginga Íslands og Langanesbyggðar um rekstur og þjónustu hjúkrunarheimilis að Langanesvegi 3a, Þórshöfn dags. 27. desember 2019, sbr. síðari breytingar.
11) Viðmiðunarreglur um framlög til stjórnarmálaflokka, bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. mars 2022
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðmiðunarreglur varðandi framlög til stjórnmálaflokka.
12) Uppsögn skrifstofustjóra
Lagt fram bréf Björns. S. Lárussonar um uppsögn á starfi sem skrifstofustjóri Langanesbyggðar og lætur hann af störfum 30. júní nk.
Bókun um afgreiðslu: Sveitarstjóra falið að auglýsa starfið laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 24. apríl.
Samþykkt samhljóða.
13) Innkaupareglur, uppfærsla verðlags
Tölvupóstur frá fyrirtækinu Concensa um hækkun á viðmiðunarfjárhæðum við opinber innkaup.
Bókun um afgreiðslu: Byggðaráð vísar málinu til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin lesin upp og samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.40.